Eimreiðin - 01.05.1914, Page 9
85
smáar leiragnir að neðan upp á við, en skilur smásteinana eftir.
Á nóttinni frýs vatnið og þenur út leirsúlurnar milli sprungnanna,
og eykst uppgangur leirsins mjög við það. Af vatnsuppgangin-
um og frostinu ýtist smágrjótið smátt og smátt til hliðar, kraft-
urinn er sjaldan nógu mikill til að geta lyft því upp á yfirborðið,
það kemst ekki niður fyrir botnklakann, en lendir í rifunum. Af
þessu myndast malarhringur í melunum í kringum tíglana; þegar
grafið er til, sést að malarhringirnir ná ekki lengra niður en botn-
klakadýpt, þar fyrir neðan er mölin öll jafndreifð í hinum leir-
blendna jarðvegi.
Nú ímynda ég mér, að þúfurnar oftast standi í nánu sam-
bandi við svipuð íyrirbrigði. Þar er sá munurinn, að jarðvegurinn
er oftast laus við möl, en er aðallega leirblendingur og mold. í
slíkum jarðvegi myndast sprungur engu síður en á melum, en
moldblendinn jarðvegur hefir miklu meiri sogpípukraft en mela-
leir, getur sogið enn meira í sig af vætu og bólgnað út á þann
hátt. Lögun og stærð þúfnanna afskamtast af sprungunetinu; í
möskvunum milli sprungnanna vaxa þúfurnar upp smátt og smátt
af leirnum, sem fyrir ofan botnklakann þrýstist upp af vatni og
frosti. Vatnsaðsóknin neðan að er lang-mest til þúfnakollanna,
sem þurrastir eru, af því þar gufar mest upp, og hefir vatnið mik-
ið afl til að hefja jarðveginn, þegar frost og þíður skiftast á. Petta
sést bezt á fjallamýrum, á þúfum þeim, sem kallaðar eru »dys«
eða »rústir«. Af þrýsting frostsins og vatnsins að neðan rifna þær
oft að ofan og gubba úr sér leirleðju og mold. Par er mismun-
urinn svo mikill á þurkinum, að alt annar gróður er að ofan, en
að neðan á þúfunum, þurlendis-gróður að ofan, mýra-gróður að
neðan; uppgufunin mikil á þúfna-hryggjunum, en hið neðra standa
þær í vætu. Samkvæmt því, sem áður hefir verið greint, geta
þúfur alstaðar myndast í túnum og utantúns, þar sem jarðvegur
er leirblendinn og með sprungum, þar sem botnklakier fram eftir
vorinu og afrás vantar fyrir leysingavatnið, svo það verður að
gufa upp af þúfnakollunum, en vætan, sem sýgst upp að neðan,
frýs og þiðnar á víxl.
Harðvelli ofan á möl er vanalega þúfulaust, því grunnvatnið
staðnæmist þar ekki, getur hæglega komist burt, frýs ekki saman
í botnklakahellu. Sem kunnugt er, eru til margar þúfur af öðru
tægi. Stundum eru þær eðlilegar ójöfnur á grýttri undirstöðu jarð-
vegsins, stundum eru þær myndaðar af blaðhvirfingum ýmsra