Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1919, Page 4

Eimreiðin - 01.07.1919, Page 4
132 ORKUGJAFAR ALDANNA (EIMREIÐIN heíir því greinilega miðað áfram. Já, þeir hafa tekið eld- inn í sína þjónustu; reyndar hafa þeir hann ekki í vas- anum, eins og við; þeir hafa engar eldspýtur í nútíðar- merkingu; og þó getum við sagt, að þeir kveiki á spýtum; en ekki er það fyrirhafnarlaust; það rennur og bogar af þeim svitinn, þegar þeir eru að kveikja í þeim; þeir verða sem sé að nudda saman tveimur spýtum, þangað til í þeim kviknar; mundi þetta þykja púl á vorum tímum; en vaninn gefur listina, og eru villimenn furðu fljótir að þessu. Já, nú er eldurinn kominn til sögunnar, og kjötið steikt. Smátt og smátt fara menn að taka eftir því, að steinar losna og molna sundur við hita, og að ýmislegur leir hinsvegar harðnar í honum. Þá veita menn því og fljótt eftirtekt, að dýr forðast eldinn; verða þeir því miklu óhultari en áður fyrir villidýrum; nú fara þeir ekki, eins og fyrri, i felur, er fer að skyggja; þeir kveikja þá eld, bál, og leggjast umhverfis það; valdið hefir með eldinum ílutst frá villidýrunum í hendur mannanna; nú bjóða þeir villidýrunum byrginn með báli, er dimma fer. Þar sitja þeir i hópum, virða með undrun fyrir sér logann, sem hitar þeim, ver þá fyrir villidýrum og gerir kjötið að sæl- gæti. Og margt ber þá á góma. Gamlir menn kunna sögur að segja frá löngu, löngu liðnum timum, eldlausu tímunum, er alt var etið hrátt, og h.vergi, svo að segja, var óhult fyrir villidýrum, er dimma tók. Og enn gengur saga um einhvern úrvalsleiðtoga, er eitt sinn átti að vera sjónarvottur að skriðufalli miklu í skógivaxinni hlíð, snar- brattri. Trén hrundu hvert yfir annað og nerust saman; bárust þau ofan á jafnsléttu með miklum hraða; en við núninginn kviknaði í þeim; Jeiðtoginn, sem á þetta horfði, fór að herma eftir náttúrunni;' hann tók tvær spýtur og neri þeim saman, uns úr þeim fór að rjúka og i þeim að loga. Það var fyrsti maðurinn, sem kveikti á spýtu; leiðin til eldsins var fundin. Úr því fer að elda af degi hjá mannkyninu; en undurhægt fer sú elding lengi, lengi. Tugir þúsunda ára líða, alt þoku vafið. Saga var enn ekki komin til sögunnar; hún beið birtunnar; hún hafði

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.