Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1919, Síða 15

Eimreiðin - 01.07.1919, Síða 15
EIMREIÐIN3 ORKUGJAFAR ALDANNA 143 á, úr réttum og sléttum kopar. Með rafmagnsþrýstingi er þjappað að koparnum, uns frumagnir hans leysast sundur; eru svo þessi sundurtættu koparatóm látin liggja og eiga sig um 10 ár, en þá hefir í þessari uppleysingu myndast mjög orkumikið radíum. Segir hann, að verksmiðjan hafi nú á reiðum höndum mikið af þessum orkubera, og sé þá fyrir fáum dögum stofnað félag, til að nota þennan nýja orkugjafa, bæði til lýsingar í húsum og til að knýja smærri mótora til ýmsra húsþarfa. Hefst þá um leið nýtt timabil í sögu mannkynsins, geislaorkutímabilið. VII. Við tökum enn 100 ára sprett; erum nú staddir á árinu 2050. Langt er nú síðan fyrsti maðurinn lét berast á trjá- bol yfir smásund á milli eyja; tíðindi hafa það þótt á þeim tímum, ekki síður en för Kolumbusar seinna yfir Atlantshafið. Þá voru mennirnir svo litlir, en jörðin svo stór. Síðan hafa mennirnir altaf verið að hækka og stækka, en jörðin að sama skapi að ganga í sig; nú er hún orðin svo lítil, að þjóta má umhverfis hana svo að segja á fáum dögum. Og að sama skapi og jörðin hefir eins og þannig gengið saman, að sama skapi hefir út- þráin aukist. Langt er síðan menn fóru að renna hýrum hvörmum til nágrannahnattanna, fór að langa til að vita, hvernig þar væri umhorfs. En engin tök hafa verið á því til þessa, að fara slíka för í líkamanum; hann er svo þungur og hefir orðið að halda sér við jörðina. En nú er nýr kraftur kominn til sögunnar, þar sem radíum eða geislaorkan er. Við erum enn á þessu ári, 2050, staddir suður á Þýskalandi, í nánd við verksmiðju, er stendur ein á afskektum stað. Tveir menn koma út úr verksmiðj- unni, og halda á einhverju milli sín, líkt og stýfð keila væri. »Er nú alt í reglu, Friðrik?« mælti Braun. »Já, alt í bestu reglu«, ansaði Friðrik; »nú sleppum við farinu, og ef reikningar okkar reynast réttir, þá á það fyrst að svífa í loft upp sem svarar hálfum þvermæli jarðar, svífa þar kyrt í 24 klukkustundir, og falla þá niður hér á sama stað. »Já, hara að alt standi nú heima«, svaraði

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.