Eimreiðin - 01.07.1919, Síða 18
146
ORKUGJAFAR ALDANNA
[EIMREIÐIN
hæðir, er það nú stendur á? í fljótu bragði kynni svo að
virðast; en bók er þó til, og hún gömul nokkuð og í
metum höfð, er fer sinna ferða í þessu efni. Það er
biblían. Þar er berum orðum frá því sagt, að áður en
mennirnir þurftu á því að halda, að vinna í sveita and-
litisins fyrir daglegum þörfum, hafi þeir lifað fyrirhafnar-
lausu paradísarlifi. Svoleiðis líf getum við, eftir reynslu
okkar, hugsað okkur sem hlutskifti þeirra manna, sem
eiga viskusteininn, en ekki annara. Þeir menn, sem áttu
hann og höfðu því algert vald yfir efninu, þeir gátu svo
að segja alt. Þeim hefði ekki átt að verða skotaskuld úr
því að rækta eyðimerkurnar, þýða heimskautsísana og
gera jörðina að einum aldingarði. Ekkert er heldur á
móti því, að hugsa sér að þeir hafi haft samgöngur við
aðra hnetti og skroppið þangað sér til skemtunar við
og við. En með svona vænan grip, eins og viskusteininn,
er vandfarið. Eitt skakt spor, einhver misgrip eða kór-
villa, getur valdið því, að alt umhverfist og færist úr lagi,
svo áð efnið, náttúran, sem var þjónn, verður herra, og
maðurinn, sem var herrann, verður þjónn, undirlægjan.
Má vera, að syndafallssagan sé frásögn um slíkt hrap
mannsins, eða skakkafall í viðskiftum eða glímu hans
við efnið. —
»Það, sem þessi gamli maður sá í sýn«, svo endar nú
prófessorinn ræðu sína, »það hefir nú bókstaflega rætst.
Vjer erum nú aftur stödd í Paradís. Álögunum fornu, að
neyta brauðsins í sveita síns andlitis, er nú létt af. Visku-
steininn höfum við aftur fundið, og kunnum með hann
að fara. En munum nú eftir því, að fara vel með þann
væna grip, valdið yfir efninu, svo að ekki fari fyrir oss
eins og forðum. Pví viðbrigði verða það, að hafa verið í
Paradís, en verða rekinn þaðan; ekki langar mig til þess,
og líklega engan yðar.« —
Ólafur Ólafsson.