Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1919, Síða 23

Eimreiðin - 01.07.1919, Síða 23
EIMREIÐIN] »LJÓS ÚR AUSTRI* 151 hafði eg stöðugt þungaseyðing í maganum, og fylgdi með magnleysi, sinnuskortur og sljóleiki. Öðru hvoru fanst mér einhver dularfull skelfing hvíla yfir mér, sem ókleift er að gera öðrum grein fyrir með orðum. Stundum fekk eg svimaköst, einkum er eg var á gangi úti við, svo að eg varð að setjast einhvers staðar á afvikinn blett og leggja snjó við höfuð mér. Oft var eg frábærlega sljór og niður- dreginn, en kotroskinn og upp með mér annað veifið, einkum á kveldin. Þó lagðist eg oft lasinn til hvíldar. Eg lokaði augunum frá táradal lasleikans og opnaði þau í víti þjáninga. Matarlystin þverraði að dálitlum mun, en var þó oftast furðugóð, einkum eftir að eg fór að sækja sjóinn. Köstunum fylgdi svo ömurleg ónot, að mér fanst lífið og umheimurinn vera annarleg kvalaprísund. Líðan mín var í alla staði hábölvuð; eg gat aldrei á heilum mér tekið dúranna millum. Eg tjáði nú kunningja mínum og fleirum læknanem- endum, sem eg þóttist hafa ástæðu til að treysta dálítið, frá heilsufari mínu. Þeir kváðu lasleika minn vera hé- gómlega smámuni, sem bötnuðu bráðlega af sjálfu sér, slengdu á hann ýmsum vísindalegum slagorðum, sem flest byrjuðu á hy-, og þar við var látið sitja, eins og löng- um vill við brenna í vestrænu fræðikáki. Grískt eða latn- eskt nafn á fyrirbrigði er eðli þess! Þó ráðlagði kunningi minn mér að eta hæfilega, ganga hæfilega, sofa hæfilega og síðan útvegaði hann mér öskjur, fullar af einhvers konar pillum, sem eg skyldi neyta eftir flóknum reglum. Með þetta veganesti sneri eg mér að ógnum hins ókomna, reyndi að þræða hinn vandrataða meðalveg vinar míns, svelgdi pillurnar, en heilsu minni fór þrátt fyrir það heldur hnignandi. Eg þóttist þegar sjá, að læknavísindunum ætl- aði að reynast ofurefli að bjarga heilsu minni; hér yrði eg því að spila upp á mínar eigin spýtur. Þetta segi eg í og með í því skyni að vekja athygli hjálparþurfa á því, hversu wlærðir menn« geta oft orðið að ótrúlega litlu liði, þegar þeir gera sig ánægða með að kynnast örlitlu broti af þeim sannleika, sem þeim ber að þekkja. Svo leið veturinn fram til Kyndilmessu. Þá tók eg að

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.