Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1919, Page 25

Eimreiðin - 01.07.1919, Page 25
EIMREIÐIN] »LJÓS ÚR AUSTRI« 153 mánaðarlega, eins og þeir, sem skást standa í skilum með húsaleigu, en fá svo ekki annað en hósta og dauða í aðra hönd. Þar drepur hver annan í bróðerni, líkt og sagt var um hirðmenn Goðmundar á Glæsivöllum. Það er engin furða, þó að fólk þykist hafa skömm á styrjöldum og vígaferlum. Hin aðferðin á betur við innræti borgara- legra félagsdygða. En slík morð standa fyrir utan laga- króka lögreglunnar. En hvers vegna? Annars gætu vist flestir varist kvefsóttum og öllum þeim hrákagangi og laun- morðum, sem af þeim stafa, með 5—10 mínútna fyrirhöfn á dag. Haustið 1918 tók eg að kynna mér í fullri alvöru ind- verskar hugsunarstefnur, sem mótorisminn og vélamenn- ingin vestræna virðist líta sjálfbyrgingslega niður á, af því að Indverjar kváðu standa oss að baki í fiskþurkun og smásjárgrufli, og kunna ekki eins vel að drepa hver annan. í lestri þessum átti eg því láni að fagna, að eg kyntist ýmsum ritgerðum um Yoga, einskonar iþróttakerfi, sem ýmsir Indverjar hafa stundað um þúsundir ára, altaf með sama árangrinum, að því er fullyrt er af þeim sjálfum og vestrænum fræðimönnum, sem dvalist hafa við indverska Yoga-skóla og iðkað sumar æfingarnar. Æfingum þessum er dálítið lýst í elstu helgiritum Indverja og Kínverja (biblían, sem sumir segja að sé nýtasta bók í heimi, hefir reyndar gleymt þeim), og 'TtekjiF- iráð af skarið, að þær séu furðulega gamlar. Yoga hefir töluvert rutt sér til rúms í hinum vestræna heimi nú á síðustu áratugum þrátt fyrir ræktina til forfeðranna. Alstaðar fær það1) sama orðið. Aðferðirnar virðast vera reistar á svo djúpsettri íhugun og þekkingu á mannlegu eðli og lögum dulrænna afla, að engum hefir komið til hugar að breyta þeim um eina hársbreidd. Þær virðast vera sígildar eins og hinn dýpsti veruleiki. Ýmis mikilmenni Vesturlanda hafa stundað Yoga, t. d. Goethe (sem var að miklu leyti indverskur dulvitringur), Gladstone og Balfour, svo að eg nefni fræg 1) Yoga, eldra Yugam, er víst hvorugkynsorð = gr.^vyóv, lat. iugum, gotn. juk, ísl. ok (hvk.), og táknar eiginlega sameining.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.