Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1919, Blaðsíða 35

Eimreiðin - 01.07.1919, Blaðsíða 35
EIMREIÐIN] VONDAFLJÓT 163 í þjóðfélaginu. Mennirnir eru undarlegir, ekki satt? Eg held nú ekki að þeir séu eins vitrir og þeir halda sjálfir — Fyrirgefið að eg tek fram í fyrir yður, sagði stóri hverinn, en nú verð eg að gjósa. Og svo þeytti hann tólf metra gosi upp í loftið, því að hann var langt of samvisku- samur borgari til að vanrækja skyldu sína. — Sjáið þér þá ekki, herrar mínir, sagði lækurinn, sem rann fyrir framan hverina, hvað fljótið getur verið fallegt. Liðlangt sumarið liggur það blátt og kyrt, eins og safír- band væri dregið eftir dalnum, með fossinn fyrir enda þess eins og skygðan demant á daginn, eins og fagur- rauðan gimstein á kvöldin. Fljótið er breyskt, eins og við erum öll. En sá, sem vegur synd þess, mun líka vega fegurð þess. — Fegurð! Eins og nokkuð, sem er siðferðisvant, geti verið fallegt! hrópaði stóri hverinn; hann hafði þrásinnis verið hvattur til að vera sensor í bókmentum. — Hann hlýtur að vera skáld, hvíslaði litli hverinn og gaut hornauga til læksins. En hamningin var orðin langt of þjakandi til að viðræðunni yrði haldið áfram. Börn herramannsins, sem druknað hafði í fljótinu, voru einn vetrardag, mörgum árum seinna, á gangi uppi í dalnum. Það var í páskaleyfinu. Allur ís var af jörð í bygðinni, og grasið var rauðleitt undir snjónum eins og fyrnd taða. — Hvað ætlarðu að verða, spurði unga stúlkan, þegar þú ert búinn með stúdentsprófið? — Verkfræðingur, sagði drengurinn. Hann gekk og var sífelt að hugsa um fljótið. Það stoðar víst ekki að reyna að brúa það, hugsaði hann. Það hefir hingað til brotið af sér allar brýr daginn sem bólsturinn klofnaði. Svo hleypti hann brúnum og lék með tveim fingrum við neðri vörina á sér til að greiða fyrir hugsununum. En það greiddi ekki fyrir þeim. Syst- kinin fóru aftur að tala saman, fjörugt, ákaft. 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.