Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1919, Side 39

Eimreiðin - 01.07.1919, Side 39
EIMREIÐIN) FRIÐUR 167 áþján ófriðar, harðinda vetur, grasleysis sumar, eldgos og drepsótt lögðust á eitt. Það er ekki mót von, að sumir hugsa sem svo: Þessi þjóð er lítil, en hún er ódrepandi. Mörlandinn hefir nú loks rekið af sér sliðruorðið. Nú getum vér óhultir sýnt oss öllum heimi, og verið — í laumi auðvitað — talsvert drjúgir með sjálfum oss. Þetta hljómar alt svo sætt og yndislega, að það er ef til vill samviskusök, að slá nokkurn hjáróma streng, kasta steini í lognpollinn og hrukka hann og grugga. En »ekki veldur sá er varar«. Og eg held, að hafi nokkru sinni verið árgalans þörf, þá sé það nú. Því að friðurinn er á yfirborðinu að eins. Hann er ekki nema þunn, glær himna, eins og haustísinn, en hringiður og sogstrengir byltinganna vaka ægilegri en nokkru sinni fyr. Friðartalið nú er dagmálaglenna, sem ginnir sjómann- inn til að róa og óforsjála bóndann til þess að breiða heyið undir skúrina. Hver trúir því i alvöru, að friðarþingið sé komið saman til þess að senda frið á jörð? Það kúgar einn til þess að leggja niður hervopnin, og bardagar og blóðsúthellingar hætta um stund. En er það friður? Er ekki einmitt nú safnað liði og búist í annað stríð margfalt meira og ægi- legra en hitt, viðskiftastríðið? Heimsstyrjöldin var aldrei annað en einn lítill angi af því stríði, og þó að hún hætti þá hættir það ekki, og enginn nema börn og fávitar gera sér slíkt í hugarlund. Handalögmálið er að hætta, en orsökin til handalögmálsins er söm og jöfn. Það var mikið talað um verndun á rétti smáþjóðanna og frjáls höf, nú fyrir skemstu. Og það voru einmitt þeir mennirnir, er tömdu sér það tal, sem nú hafa orðið ofan á. Þetta er gott fyrir oss, sem erum smærstir allra þjóða, og eigum auk þess allan vorn hag undir hafinu og frjálsum siglingaleiðum. En nú er þetta varla nefnt. Var það fagurgali einn og firrutal? Það skaðar að minsta kosti ekki, að vera á verði, og gæta þess vel, sem fram fer.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.