Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1919, Side 50

Eimreiðin - 01.07.1919, Side 50
178 KVIKMYNDIR IEIMREIÐIN t. d. margar þúsundir, eins og nauðsynlegt er, ef sýna á hreyfingu dálitla stund, sem um munar. Þegar ljósmyndaþynnurnar voru fundnar upp í stað glerplata, kom skriður á kvikmyndagerðina. Hugvits- maðurinn alkunni, Thomas A. Edison, tók sér nú fyrir hendur að leysa vandamálið og gerði margar tilraunir í þessa átt. Árið 1893 sýndi hann svo á heimssýningunni í Chicago verkfæri, sem hann kallaði »Kínetoskóp«. Hann tók myndirnar á þynnulengju, og með því að hafa hana nógu langa gat hann tekið ótakmarkaðan fjölda af mynd- um, og alt að 46 myndir á sekúndu. Til þess að sýna myndirnar hafði Edison heldur ófull- komið tæki. Sá sem skoða vildi lét pening í rifu, sem til þess var gerð, sneri sveif og gægðist inn um gat. Sá hann þá »lifandi mynd« í h. u. b. hálfa mínútu. Þegar svo fyrsta nýjabrumið fór af þessu þótti ekkert í það varið, og Edison tók þá að vinna af kappi, að því að smíða vél, er gæti varpað myndunum á skuggamyndatjald, sem fjöldi manns gæti horft á í einu. Tókst honum það von- um bráður, en samtímis urðu fleiri til þess, og framtíð kvikmyndanna var trygð. í stuttu máli má Iýsa aðferðinni við kvikmyndagerð og kvikmyndasýningu nú á dögum þannig: Myndirnar eru teknar á Ijósmyndaþynnur, sem eru h. u. b. þumlungur á breidd og geysi-langar. Þynnan er vafin um kefli, og er komið svo fyrir í vélinni, að hún dregst fram hjá linsunni og vefst upp á annað kefli, þegar sveif er snúið. Þegar sveifinni er snúið opnast lás vélar- innar, svo að mynd kemur á þynnuna bak við, og lokast því næst, en meðan hann er lokaður dregst þynnan ofur- lítinn spöl áfram svo að-næst þegar hann opnast kemur mynd við hlið þeirrar fyrri. Er útbúnaðurinn stiltur svo, að þegar hóflega hart er snúið opnast lásinn 16 sinnum og lokast 16 sinnum á sekúndunni, og vélin býr því til 16 myndir á sek. af hlutnum, sem sýna á. En það er, eins og áður er sagt, nógu tíð umskifti til þess, að hreyf- ingar allar sýnast eðlilegar. Myndirnar eru hver um sig

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.