Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1919, Qupperneq 51

Eimreiðin - 01.07.1919, Qupperneq 51
EIMREIÐINJ KVIKMYNDIR 179 h. u. b. 3/i þuml. á breidd og 1 þuml. á lengd. Þær kom- ast 16 á fetið, og fer því fet af þynnu á sekúndu. Pynnan er þvínæst handleikin á sama hátt og aðrar Ijós- myndir. Þegar búið er að gera alt, sem gera þarf við myndina, er hún sýnd með skuggamyndavél, sem varpar henni á hvítan flöt, og er að miklu leyti eins útbúin og myndavélin sjálf. Hún varpar myndum 16 sinnum og lokar 16 sinnum á sekúndunni, en áhorfendunum finst þeir horfa á stöðuga mynd, er sýni jafna hreyfingu. Þó má oft sjá nokkurn titring á myndunum, og er það af því, að ekki tekst fullkomlega að fela umskiftin. En öll- um útbúnaði fer stöðugt fram, og má svo heita, að þessi titringur og aðrar slikar misfellur séu nú að miklu horfnar. Loks má minnast nokkrum orðum á ýmsar »sjónhverf- ingar« og brögð, sem koma má við á kvikmyndunum. T. d. má láta þynnuna ganga helmingi hraðara en ann- ars, og svo þegar myndin er sýnd, sýnist alt ganga með óskiljanlegum geipi hraða, menn hlaupa eins og kólfi væri skotið o. s. frv. Eða þá að þynnan er látin ganga öfugt, svo að allar hreyfingar ganga aftur á bak, menn skjótast upp úr vatni, upp á bakkann í stað þess að stinga sér af bakkanum ofan í vatnið, detta af jörðunni upp á húsþök o. s. frv. Og loks má gera ýms brögð með því að stansa, þegar myndin er tekin, t. d. meðan leikandinn fer burt og hestur er teymdur fram fyrir vélina, þar sem leikandinn var áður, og svo þegar myndin er sýnd, sýnist maðurinn alt í einu breytast í hest o. fl. Yms vandi hlaut að vera á vegi þeirra, sem fyrst feng- ust við það, að ná erfiðum viðfangsefnum á kvikmyndir. Leikararnir urðu nú að treysta á svipbrigði ein og hreyf- ingar, því að þar stoðuðu orðin ekkert. Hafa þeir komist ótrúlega langt í þeirri list, að gefa allskonar tilfinningar til kynna með látbragði einu. Annað, sem ónýtti margar myndir á byrjunarskeiðinu var það, hve Ijósmyndaþynnan tekur litum misjafnt. Blár litur verður hvítur, rauður litur verður svartur. Blátt flagg með gulum krossi (sænski fáninn) verður hvitt með dökkum krossi. Alls þessa varð að gæta, og litur á bún- '12
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.