Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1919, Side 55

Eimreiðin - 01.07.1919, Side 55
EIMREIÐIN) FRESKÓ 183 skítugan skó. Einkennilegt lundarfar, en þó mun það vera svona. Eg hefi heyrt margt sagt um skarpskygni ástar- innar. En hvað sem um það er, þá hefi eg aldrei séð ástina nema steinblinda, eins og tíu þúsund leðurblöðkur væru vafðar saman í einn stranga, og svo mun og vera um yðar ást. Guð blessi yður, góði ungi vinur, og hafið gamla ráðið: Vogun vinnur, vogun tapar. Ó að yðar vogun yrði sigursæl!« Hertoginn af Kingslynn til hr. Hollys, Róm (símskeyti): »Eg rendi færinu og dró . . . gjörð! Hún vildi ekki einu sinni hlusta á mig augnabliksstund! Eg fer á fílaveiðar. Er á förum. Skrifið mér til Lundúna«. Hr. Hollys, Róm til hertogans af Kingslynn, Quard klúbbinum, London (símskeyti): »Sundur marinn? Farið ekki til Afríku. Farið til Ben- derrick eða Glenlochrie. Eg ætla að reyna að koma snöggv- ast og hitta yður«. Hertoginn af Kingslynn, London til hr. Hollys, Róm (símskeyti): »Ágætt. Ungir fuglar eru mjög sprækir í ár. Það er ekki Rómverjinn fremur en fjósamaðurinn. Þér voruð góður að segja ekki: »Þetta var eg búinn að segja yður«. Komið til Glenlochrie«. Leonis Renzo til séra Eccelino Ferraris: »Eg hafði mikla ánægju af bréfi yðar, og þakka yður það, æruverði faðir! Mér þykir sárt að heyra að aum- ingja Tessó hefir valið sér þessa ólánsstöðu. Og þó verð eg að segja, að hermannastaðan er erfið fyrir karlmenn- ina, en samt er hún ennþá erfiðari fyrir konur þeirra. Mér þótti vænt um að fá allar þessar fréttir frá Florinella. Nú er greifinnan næstum því ein í höllinni. Gestirnir eru farnir, nema ein viðkunnanleg kona, hefðarmær, er Hermione nefnist, og svo auðvitað amman blessuð. Greif- innan kvað hafa hafnað bónorði hertogans. Garðvörðurinn sagði mér það. Hann talar vel frönsku, og eg fékk vin- áttu hans að launum fyrir það, að eg kendi honum ráðið yðar við kartöflusýki. Víst er það, að hertoginn fór burt sem fætur toguðu. Hann kom altaf fram í minn garð

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.