Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1920, Síða 4

Eimreiðin - 01.05.1920, Síða 4
132 FORFEÐUR MANNKYNSINS IEIMREIÐIN vísindamaður austur á Java höfuðkúpu, lærlegg og tvo jaxla af tegund einni útdauðri. Eftir beinunum að dæma hefir veru þessari svipað bæði tii apa og manna. Beinin voru steingerð orðin; fundust þau alldjúpt í jörðu í forn- um jarðlögum við árfarveg einn. í sömu lögum hafa einnig fundist leifar af ýmsum öðrum dýrategundum, sem nú eru útdauðar. Nokkur vafi er á um aldur þessara jarðlaga. Sumir ætla að þau sjeu mynduð snemma á jökultímanum, en sennilegra er talið að þau séu nokkuð eldri eða frá plio- centímanum. Margir nafn- kendir vísinda- menn hafa hand- leikið bein þessi. Hafa þeii verið skiftrar skoðun- ar um það, hvar skipa ætti teg- und þessari sæti, hvort heldur í flokk með öpun- um eða mönn- unum. Til mannanna hefir veru þessari svipað að þessu leyti; 1) Heilabúið hefir verið óvanalega stórt, stærra en í nokkurri núlifandi apategund. 2) Lærleggirnir hafa verið tiltölulega langir líkt og á mönnum, og mun lengri en tíðkast á öpum. 3) Á lærleggnum má sjá merki þess, að tegund þessi hefir getað gengið upprétt. Aftur á móti er lærleggurinn sívalur eins og á öpum, en ekki þrístrendur eins og á mönnum. Jaxlarnir eru til- tölulega stærri en á mönnum, en lögun tannkrónunnar svipar meira til mannsjaxla. Rúmtak höfuðkúpunnar eða heilabúið hefir verið 850—1000 cm3. Heilabú gorillaapans er 6—700 cm3 (þyngdin V200 af líkamsþyngdinni). Heila- 1. mynd. Höfuðkúpa apamannsins frá Java.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.