Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1920, Side 7

Eimreiðin - 01.05.1920, Side 7
EIMREIÐIN] FORFEÐUR MANNKYNSINS 135 genius« eða frummenn; en oftast eru þeir nefndir Nean- derdal-menn eftir dalnum, þar sem leifar þeirra fundust fyrst. Neanderdal-mennirnir voru lágir vexti (150—155 cm) «g luralega vaxnir, hálsstuttir, lolnir, búklangir, skamm- fættir, kiðbeinóttir, hoknir í knjám og innskeifir. Ennið var mjög lágt og afturdregið. Þeir voru inneygðir og brúnabeinin mjög há eða framstæð, flatnefjaðir og fram- tnyntir, því að munnbeinin og tanngarðurinn voru mjög framskotin. Tennurnar stærri en í nútíðarmönn- um. Hakan var mjög litil, líkt og á öp- unum. Rúm- tak heilabús- tns á fullorð- num manni var um 1230 cm.3 Beinin voru gildvax- in, og bera vott um gilda «g sterka vöðva, svo að líklega hafa menn þessir haft krafta i köglum. Líklega hafa menn þessir verið hörundsblakkir og hrokkinhærðir. Ýmsir mannfræðingar halda, að Ne- anderdal-mennirnir hafi haft lítt þroskað málfæri, og draga það af hökulaginu; við hökubeinin eru tengdir vöðvar, er eiga þátt í hreyfingu tungunnar þegar talað er. Sé hakan lítil og afslepp, er álitið að það dragi mjög úr málhæfni tungunnar. Um þetta eru menn þó ekki á eitt sáttir. Hjá beinum þessara manna hafa fundist ýmsar forn- minjar, er fræða oss nokkuð um lifnaðarhætti þeirra og siði. Þeir lifðu á villidýrum, er þeir veiddu. Höfðu hvass- eggjaðar tinnuflísar að vopnum, er þeir löguðu til sjálfir, 2. mynd. Höfuðkúpa af Neanderdal-manni, fundin í Belgiu (Spy).

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.