Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1920, Side 11

Eimreiðin - 01.05.1920, Side 11
EIMREIÐINJ FORFEÐUR MANNKYNSINS 139 sigursælu Aurignac-menn hafi hernumið konur óvina sinna og gert þær að ambáttum sínum. Hreinaveiðararnir frakknesku. Árið 1868 fanst beinagrind í Vezerdalnum á Frakklandi ólík öðrum beinagrindum fornmanna, er þá voru kunnar. Síðar hafa samskonar beinagrindur fundist viðar í Evrópu, svo að menn vita nú með vissu, að þetta eru leifar af sérstökum kynþætti, er lifað hefir hér i álfunni seint á jökultímanum. Eru menn þessir ýmist kendir við stað þann, þar sem bein þeirra fyrst fundust (Cro-Magnan), oða nefndir hreinaveiðararnir frakknesku, því að þeir hafa verið einna fjölmennastir þar í landi og stunduðu mjög hreindýraveiðar. Menn þessir voru miklir vexti, 180—190 cm á hæð. Nú á tímum er meðalmaður í Evrópu talinn 171 —175 cm hár, en stöku menn ná alt að 200 cm hæð. Heilabú hreinaveiðaranna var álíka stórt og á Evrópumönnum, ennið hærra og hvelfdara en á mönnum hinna eldri kyn- slóða, og brúnabeinin lægri. Hakan var stór og munnur- inn ekki framskotinn. Þeir voru fremur breiðleitir og ó- venjulega stuttleitir; lýtti það stórum andlitið. Menn þessir voru sterklega vaxnir og vöxturinn litlu ófegri en Evrópu- manna nú. Þjóð þessi hefir verið allmikil menningarþjóð eftir þeirra tíða hætti. Veiðimenn þessir hafa verið greindarmenn og listfengir í besta lagi. Þeir hafa rist snotrar myndir á horn og fílabein, og á hellisveggjum á Spáni og í Frakk- landi finnast enn í dag furðufagrar myndir, er þeir hafa málað. Sýna myndirnar oss margt, er viðkemur lifnaðar- háttum þjóðarinnar, svo sem það, að menn þessir gerðu sér hreysi, kunnu að skjóta af boga og varpa spjóti, höfðu tamið hestinn o. fl. Ivrot hefir fundist eftir þá, er sumir halda að sé einhverskonar letur, en þær rúnir eru enn •óráðnar. Enn voru aðalvopnin gerð úr steini (tinnu). Menn þessir voru uppi síðast á jökultímanum. Þeir lifðu á djrraveiðum. Þá voru hreindýrin orðin einna al-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.