Eimreiðin - 01.05.1920, Side 16
144
HNÍFAKAUP
[EIMREIÐIN
vaknaði í hug mér að hann ætlaði að pretta mig. Eg
hafði heyrt talað um að kaupmennirnir í kaupstaðnum
gerðu það við bændurna, en hvernig hafði eg eiginlega
aldrei hugsað um. Mér fanst eg vera bóndinn, en hann
kaupmaðurinn, og nú þurfti eg að vera var um mig.
»Því bið eg þig ekki að sýna mér þinn hnif?« spurði
hann mig með drjúghæðni i hreimnum.
»Af því þú veist hvernig hann er«, svaraði eg kulda-
lega.
Eins og líka allir þektu ekki hnifinn minn! Eg hafði
aldrei átt nema þennan eina vasahníf — ekki sem eg gat
kallað hníf. Vorið sem eg keypti hann, tíndi eg alla þá
ullarlagða, smáa sem stóra, mislita sem einlita, sem á
vegi mínum urðu. Og leiðirnar urðu margar, sem til
skepnanna lágu. Það vor varð upptíningurinn hálft
annað pund. Fyrir það alt keypti eg svo hnífinn. —
Ekki afgangur fyrir agnarögn af hagldabrauði og rúsínum
ekki svo mikið sem brjóstsykurmola. Upptíningurinn var
einu inntektir mínar á árinu, en hnífinn skildi eg heldur
ekki við mig einn einasta dag alt árið. Skaftið var úr
hvítu beini með járnhlýrum. Blaðið breitt og biturlegt og
beit jafnt á harðfisk sem smérbita. Það var gat í gegnum
hann að aftan, svo eg gat bundið hann við mig. Raunar
var festin ekkert merkileg: samansnúinn seglgarnsspotti
með marghnýttan hnút í neðri enda, og kappmellu á þeim
efri, sem eg brá ýmist utan um miðhnappinn eða mið-
hnesluna í vestinu. Mér datt ekki í hug að hafa hann
óbundinn, því þá hefði hann verið fljótur að fara leiðina
sína. Nú var eg búinn að eiga hann í næstum hálft ann-
að ár.
»Vertu nú ekki að þessari vitleysu, Jónki! — Hvernig
ætti eg að muna eftir hnífnum þínum, þó eg hafi ef til
vill séð hann í svip? Veistu ekki, að eg á sjálfur fallegri
hnif en þinn og nýrri líka?«
Rómurinn var nú orðinn þægilegri.
»J-u-ú — en eg hefi aldrei séð hann«, svaraði eg seint
og hugsandi. f*að var satt. Eg hafði aldrei séð þennan
merkilega hníf, sem faðir hans hafði fært honum úr