Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1920, Blaðsíða 17

Eimreiðin - 01.05.1920, Blaðsíða 17
EIMREIÐIN) HNÍFAKAUP 145 kaupstaðnum þá um vorið. En mikið hafði eg heyrt af honum látið, og eftir lýsingunni að dæma var hann það mesta metfé af sjálfskeiðingi, sem eg hafði heyrt getið um æfina. Skeftið var svart með gyltum hlýrum. Inni- haldið var stórt blað, litið blað og sög, alur, nafar og tappatogari. Alt hreinustu drengjagersemar. Ágirndin streymdi um mig allan við þá tilhugsun að eignast þenn- an hnif, bara fyrir þann einblaðaða minn. — Hníf, sem kostaði líka fimm sinnum meira! En eg var hræddur. Það hlaut eitthvað að vera bogið við þetta. Líklega var Leifi buinn að brjóta hnífinn, úr þvi hann vildi verða af með hann. »Heyrðu, Leifi! Ertu búinn að brjóta þann margblað- aða?« spurði eg eftir litla þögn, mjög lúmskulega. »Nei, hann er stráheill«. »En er þér þá alvara að hafa hnifakaup?« »Heldurðu eg væri að bjóða þér hnífakaup, flónið þitt, ef eg meinti það ekki?« spurði hann mig aftur á móti, og lét sem sér þætti. »J-u-ú — en--------«. Eg gat ekki skilið þetta. Grunur um yfirvofandi tap, ábatalöngunin og áhættan töfrandi, togaði í mig öllu megin. Alt í einu greip mig óttaleg hugsun: Það skyldi nú ekki vera fallegi hnífurinn, sem hann hefði í vasanum, — bara eitthvert óhræsi, og eg flýtti mér að spyrja: »Er það nú fallegi hnífurinn þinn, sem hann pabbi þinn keypti í vor, sem þú ætlar að skifta á við mig?« Hann sá auðvitað hræðslusvipinn uppmálaðan á and- litinu og skellihló. »Já, víst er það fallegur hnífur, sem þú færð. Og af því þú ert svona hræddur, þá ætla eg að lofa þér að sjá hornið á honum — en bara blá-endann — þó það sé nú samt ekki venja, þegar menn hafa hnífakaup óséð. Og segðu nú undir eins já eða nei«. Um leið og hann sagði þetta, fór hann með hendina ofan í hægri vestisvasann, og á milli vísifingurs og þum- alfingurs sá eg glitta í gull — spegilgljáandi gull. Þetta hlaut að vera annar gylti hlýrinn á þeim margblaðaða. 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.