Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1920, Side 19

Eimreiðin - 01.05.1920, Side 19
EIMHEIÐIN] HNÍFAKAUP 147 hafði nokkurn tíma hugsað mér hann. — Svo hann hafði haft hann í hinum vasanum! Eg reiddist nú hálfu meira. »Fáðu mér aftur hnífínn minn, prettalómurinn þinn! Þetta er ekki hnífur, sem þú létst mig hafa! Það er hand- ónýtt úrþvætti!« öskraði eg, og með það sama þeytti eg hnífsómyndinni að honum, og dró ekki af, og stefndi beint á höfuðið. En hann hefír auðsjáanlega búist við einhverju illu, því um leið beygði hann höfuðið niður, svo hnífurinn þaut yfir hann án þess að snerta hann, og kom niður langt í burtu. Leifi var hinn rólegasti, en eg hálfskammaðist mín fyrir tiltækið. Með hægð tók hann upp fimm sjálfskeiðinga úr buxna- vasa sínum og sýndi mér, en þó í hæfilegri fjarlægð, eins og hann hálfvegis byggist við nýju frumhlaupi. »Þessir hnífar eru hver um sig eins góðir og þinn«, mælti hann. »Eg hefi eignast þá alla í þessari ferð. — Þessi rauðskefti er frá Sigga í Felli; sá brúni er frá Gísla í Kinn; sá grádoppótti frá Villa í Tungu; þennan gula með plötunni fékk eg hjá Sveinka í Gröf, og þessi tví- blaðaði, sem er bestur þeirra allra, er frá Snorra í Seli. Allir strákarnir héldu auðvitað að þeir fengju fallega hníf- inn minn fyrir sinn hníf, en eg skrökvaði að engum. Þeir fengu samskonar hnífa og þú. Eg smíðaði sex í gær- kveldi úr gömlu hrífuskaftsbroti og ónýtum hnífsblöðum, sem lágu í rusli úti í smiðju, en bólurnar tók eg úr gömlum uppgjafahnakki, sem pabbi átti. Nú er þér best að fara að leita að hnífnum þínum, sem þú ætlaðir að kasta í mig, og ef nokkur mannræna er í þér, þá get- urðu haft hnífakaup á honum við einhvern strákanna í kring, og fengið ef til vill betri hníf fyrir en þennan, sem eg fékk frá þér«. Svo kvaddi hann og tók til fótanna. Eg stóð orðlaus eftir. Svo eg var þá ekki sá eini, sem hann hafði leikið grátt! Sú hugfró bætti mér hálfan skaðann. Eg leitaði uppi hníf- garminn nýja, sem nú var orðinn eign mín, og stakk

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.