Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1920, Síða 25

Eimreiðin - 01.05.1920, Síða 25
EIMREIÐIN) í BISKAYAFLÓA 153 Þar næst tóku þeir kolafarm í Blight og fóru með hann til Álasunds í Noregi. Þegar þangað kom, gekk Ófeigur úr skiprúmi; líkaði honum ekki skipið alls kostar, en vel fór á með þeim skipstjóra. Þá var sem mest eftirspurn eflir sjómönnum, kaup gott og úr mörgu að velja. En það er af »Hafliða« að segja, að hann fór tvær einar ferðir eftir þetta, en fórst þá með allri áhöfn. Ófeigur fór til Björg- vinjar og var þar eitt- hvað 10 daga. Réðst þá 2. stýrimaður á norskt eimskip frá Björgvin, sem þá lá í Shields. Fór hann vestur um haf á farþegaskipinu »Vega« til Newcastle. Á því skipi voru margar þjóðir: Rússar, Spán- verjar, ítalir, Frakkar, Englendingar, Svíar og Norðmenn og var glatt á hjalla á vesturförinni. Þegar vestur kom, fór Ófeigur til skips; það hét »Solbakken« og var 4200 smálestir. Skip- stjóri var aldurhniginn og mjög farinn að heilsu, en 1. stýrimaður var 35 ára og vel hraustur. Hann var Norðmaður. Skipverjar voru frá Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Finnlandi, Banda- ríkjum og enn fleiri löndum. Þeir létu í haf í júlímánuði 1916 og var ferðinni heitið til Halifax í Canada. Þegar þangað kom, var skipstjóri svo sjúkur, að hann varð að yfirgefa skipið; tók fyrsti stýrimaður við skipstjórn, en Ófeigur varð einn stýrimað- ur. Tóku þeir þar trjáviðarfarin til Dieppe og varð ekki

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.