Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1920, Qupperneq 26

Eimreiðin - 01.05.1920, Qupperneq 26
154 1 BISKAYAFLÓA IEIM1ÍEIÐ1N til tíðinda í þeirri för. Þaðan fóru þeir lausum kili til Montreal í Canada og sóttu ómalað hveiti og fluttu til Marseille á Suður-Frakklandi. Lágu þar lengi og var gert að skipinu. Faðan fóru þeir til Oran í Algier og fengu kol til vesturferðar; sigldu enn lausum kili vestur um haf, til Buenos Aires í Argentínu í Suður-Ameriku. Feir höfðu hagstætt veður. Voru 30 sólarhringa í hafi. Komu undir jól að Brasilíuströndum og sigldu fram með þeim í sumarblíðu. Var fagurt á land að sjá og alt vafið í sumarskrúði, en svo var heitt á nýársdag, að þeim lá við svima, sem óvanir voru loftslagi Suðurlanda. Borgin Buenos Aires er kölluð París Suðurlanda. Þar eru götur afarbreiðar, fagrir skemtigarðar, skrautlegar marmarahallir, suðrænn gróður og eilíft sumar. Þar var stutt viðdvöl. Skipið var hlaðið ómöluðu hveiti og 3. janúar 1917 var lagt af stað austur um haf, áleiðis til Cherburg á Frakklandi. Bar ekki til tíðinda í fyrstu. Komu þeir til Cap Verdisku eyjanna og fengu kol til við- bótar. Þaðan gaf þeim hið besta, sáu land við Lissabon og sigldu norður með landi. En þá gerði vestan stórviðri og urðu þeir að láta reka öðru hverju í þrjá sólarhringa. Lá skipið undir áföllum og féll stórsjór á annan skips- bátinn, hnykti honum af undirlögunum, en braut ekki, svo að séð yrði. Skipverjar höfðu vænt sér landsýnar við Cap de Finisterre, en það brást, og með því að ekki sá til sólar, rak þá lengi svo, að þeir vissu ekki, hvar þeir vorui Sunnudaginn 4. febrúar 1917 var kominn hægur norð- austankaldi, loft alskýjað og talsverður sjór. Ófeigur stýri- maður hafði gengið af verði, en skipstjóri tekið við stjórn. Ófeigur hafði matast og var að afklæðasl; ætlaði að sofa um stund. Var klukkan þá um hálftvö eftir hádegi. Veit hann þá ekki fyrri til en hann heyrir, að skipsvélin er stönsuð og i sama bili heyrist skot. Grunar hann, að eitthvað óvænt sé á seyði, klæðist í snatri og þýtur upp á stjórnpall til skipstjóra. Er þá skipstjóri með sjónauka í hendi og er að horfa eftir einhverju. Ófeigur spyr, hvað um sé að vera. Skipstjóri svarar hlæjandi og segir, að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.