Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1920, Síða 31

Eimreiðin - 01.05.1920, Síða 31
EIMREIÐIN] í BISKAYAFLÓA 159 þeir væri komnir langt út á Atlantshaf. En þegar Ófeigi leiddist mögl þeirra, þá varð hann við þá harðorður, en taldi þess i milli kjark í þá. Á þriðja sólarhring dó danskur kyndari, 30 ára gamall. Hann hafði aldrei kent sig mann til að starfa neitt og nokkru áður en hann dó, kvartaði hann um kulda fyrir brjósti; hann kvaddi alla skipsmenn og misti svo með- vitund og dó stundu síðar. Létu þeir hann liggja í austr- inum þann dag. Bátur Ófeigs Guðnasonar. Þegar Ófeigur hafði setið við stýri í tvo sólarhringa samfleytt, bað hann einn hásetanna að hvíla sig. Hann hét Carlson, var sænskur, harðvítugur maður og manna dug- legastur og hafði staðið i austri livíldarlítið. En hann neitaði fastlega og sagði, að andskotans timburmaðurinn gæti gert það. Hann var Bandaríkjamaður, um fimtugt, og hafði legið aftur í skut hjá stýrimanni, borið sig aum- lega og ekki að hafst; taldist hann undan að stýra og sagðist mundu vera handleggsbrotinn. Carlson sagði það ósatt og gekk til hans, tók í hann og sagðist fleygja hon- um fyrir borð, ef hann settist ekki undir slýri. Reis hinn þá upp, tók við stjórn og var hinn brattasti. Sagði hann

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.