Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1920, Page 51

Eimreiðin - 01.05.1920, Page 51
EIMREIÐIN] BRJÓSTMYND AF JÓNI EIRÍKSSYNI 179 mynd, nefnilega mynd þeirri, sem Bjarni amtm. talar um í ævisögunni á bls. 99 —100, en ekki gipskringlu frú Posth. í litlu erindi um Ólaf Að líkindum heíir Bjarni amtm. skrifað um mynd Bertels Thorvaldsens á bls. 99—100 í ævisögunni og verðurekki ann- að séð en að hann lýsi þar brjóstlíkneski og alls ekki »gyps- kringlu«. Sé mynd Eckersbergs gerð eftir gipskringlu, svo sem sagt er og útlit er fyrir, þá hefir verið hér um annað og annars konar listaverk að ræða en brjóstlíkneskið eftir Bertel Thorvaldsen. Búningurinn á mynd Eckersbergs bendir einnig á það, og jafnvel öll gerð myndarinnar. Sú gipskringla þekk- ist þá ekki hér, né heldur brjóstmyndin á armspönginni, sem getið er um. Mynd Ólafs próf. Ólavsens er til hér (sjá 2. mynd); það er vanga- mynd, sér aðeins höfuð og háls, beran, vinstri hlið; hún er allmjög frábrugðin mynd Eckers- bergs, enda gerð að Hk- indum eftir annari frum- piófessor Olavsen, sem eg flutti nýlega í List- vinafélaginu í Reykja- vík, talaði eg um og sýndi mynd hans af Jóni Eiríkssyni og gat um þetta brjóstlík- neski af Jóni eftir Bertel Thorvaldsen, það er Bjarni amt- maður átti og eg taldi hafa verið frummynd Ólafs. Eg gat þess, að eg hefði spurst fyrir um, hvort andlitsmjmd- in sjálf, sem Bjarni amtm. geymdi, myndi vera til enn, og fengið það svar, að ókunnugt væri um það nú og myndi hún að líkindum glötuð. Að loknu erindinu gat Ríkarður myndasmiður Jónsson þess við mig, að Stein- grímur Thorsteinsson rektor, sonur Bjarna amtmanns, hefði fyrir mörgum árum sýnt sér eitt sinn andlitsmynd úr gipsi, og þótti okkur líklegt, að þarna hefði verið þessi

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.