Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1920, Page 54

Eimreiðin - 01.05.1920, Page 54
182 BRJÓSTMYND AF JÓNI EIRÍKSSYNI IEIMREIÐIN í ákveðnum tilgangi, bendir alt til þess, að Bertel Thor- valdsen hafi gert líkneskið eftir Jóni sjálfum, hvort sem hann þá hefir gert það eftir beiðni hans sjálfs eða ein- hvers annars. Þegar Jón dó, 29. mars 1787, var Bertel Thorvaldsen á listaháskólanum. Hann hafði þá lært þar eitt ár að móta líkneski og hlotið 2. janúar s. á. hinn minni verð- launapening úr silfri, 3 mánuðum áður en Jón féll frá, og hálfum mánuði síðar (15. apríl) var hann fermdur. — Gottskálkur faðir hans ætlaði að láta hann hætta námi að svo komnu og þurfti aðstoðar þessa efnilega sonar síns með. Bertel hefir verið talinn fæddur 19. nóv. 1770, en þó talið óvíst, og mun tilhæfulaust að efast um, að hann sé sá »Bertel Thorvalsii,1) sem í skírnarbók fæðingar- stofnunarinnar i Kaupmannahöfn er talinn fæddur þar 13. nóv. 1768. Hann hefir þá verið á 19. árinu, er Jón andaðist. Sennilega hefir Jón þekt vel þá feðga og líklegt að hann hafi einmitt átt tal við hinn uppvaxandi mynda- smið um gipsið og hina íslensku »krítjarðartegund«, er hann vildi fá Dani til að nota fyrir gips. Það er vert að minnast á hér, í sambandi við þetta, frásögu eina, sem ævisöguritari Bertels Thorvaldsens, J. M. Thiele,2) hefir eftir gullsmið einum í Kaupmannahöfn, Ferrini að nafni. Hann kvaðst hafa mætt Bertel Thor- valdsen á götu í Höfn einn góðan veðurdag 1787; var hann þá með spegla-umgerðir og annan útskorinn og gyltan skrautvarning, sem hann var að fara með til kaupmanna, er versluðu með þess konar vörur, og bjóða þeim. Ferrini var góður vinur Bertels og föður hans og spurði hann, er hann sá hann með þessa byrði, hvort hann hefði búið þetta til sjálfur eða hvort faðir hans hefði gert þessa fögru dýrindis-hluti. Bertel svaraði hon- um fáu um það, en sagðist skyldi sýna honum eitthvað 1) Sbr. grein Gerh. Hornemanns skjalavarðar i dagbl. »Politiken« 35. árg.t nr. 278. — Pað er engan veginn óliklegt, að sveinninn hafi verið skírður »Thor- val(d)s«, en hins vegar er ekki heldur ómögulegt, að »Tliorvals« sé i bókinni skammstöl'un fyrir »Thorvaldsen«, sem Gottskálkur mun þá hafa verið kallaður. 2) Thorvaldsens Biographi I, 20.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.