Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1920, Side 58

Eimreiðin - 01.05.1920, Side 58
186 [EIJIREIÐIN Freskó. Saga eftir Ouida. [Framh.] Eg verð að játa, að mér er þetta afarerfitt verk, og eg verð að taka á öllu mínu að vera rólegur, því að eg er nærri því viss um, að Alured þessi, sem hún erfði, hann og enginn annar er sá, sem tældi vesalings móður mína. Eg hefi reynt, að láta hann berast í tal, þegar við höfum verið ein í lesstofunni á morgnana, en hún virðist vita mjög fátt um hann. Hún var ekki fædd þegar hann féll af hestinum og dó af því. En hún segir, að honum hafi verið lýst svo, að hann hafi verið ein- kennilegur, sérvitur og einþykkur maður. Og hún bætti við dálítið kýmileit, að einþyknin væri víst nokkurskonar ættar- fylgja þeirra allra. Cairnwrath, ekkja, kom heim með henni og álitur það víst, því miður, skyldu sína, að hanga sí og æ yfir okkur, þegar eg er að mála hana. Það lítur víst svo á mig sumt, að eg sé úlf- ur, sem sé að sitja um að rifa í mig þetta lamb með gullreyfinu! Myndin verður fögur og tilkomumikil. Eg hefi málað hana í Feneyja-stíl. Hún er í undurfögrum búningi, gullsaumuðum og með skarlatsrauðu skrauti hingað og þangað. Hún heldur á veifu í hendinni, svartri, gulli drifinni, og horfir ofurlítið til hliðar. í kringum munninn vottar aðeins fyrir brosi. Hundurinn hennar

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.