Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1920, Side 59

Eimreiðin - 01.05.1920, Side 59
EIMREIÐIN] FRESKÓ 187 stóri liggur við fætur henni, og af því að hann er ein- litur, grár, þá dregur hann ofurlítið úr þeim fádæmum af gulli og skrauti, sem annars er á myndinni. En aðal- undur og prýði myndarinnar er þó andlitið. Hún er miklu fríðari en eg hafði hugsað mér eftir fyrstu sjón, enda hefir svipurinn breytst, orðið dýpri og mildari. Þessa viku hefir hún ekki setið fyrir vegna heimsóknar prinsins og frúar hans. Heimilið hefir verið alveg á öðr- um endanum út af því. Ótrúleg ósköp, sem gert er til þess að skemta þeim. Enski prinsinn og sjö aðrir menn skutu á einum degi fimtán hundruð fasana, og kvað það vera næstum því einstakt. En hvað mér þykir altaf vænt <um það, að eg skuli aldrei hafa lagt mig eftir því, að drepa neinar skepnur. Mér finst margt annað betra til þess að slá sig til riddara á, ef mann langar til þess á annað borð. í fyrrakvöld var dansleikur mikill haldinn í salnum. Eg kem auðvitað ekki nálægt neinu. Eg bauð henni meira að segja, að fara alveg burt af heimilinu meðan á heim- sókn þessari stæði, en hún vildi ekki hlusta á neitt slíkt. Og hún sýndi prinsinum og prinsessunni það, sem búið var af myndinni af henni, og þau sögðu mörg lofsvrði um hana. Eg varð glaður yfir því, því að eg veit, að það var að maklegleikum. Eg veit vel hvað eg má bjóða mér í list minni. Einn af þeim, sem með þeim er, sagði mér, uð prinsessan vildi fela mér að mála mynd af sér. Eg svaraði honum, að eg væri enginn andlitsmynda- málari. Eg veit ekki hvort það var rétt af mér. Greifinn- an veitti mér ákúrur fyrir það, og sagði að eg væri dramb- samur þegar engin ástæða væri til þess. »Ef einhver hefir yndi af verkum yðar, hví má hún þá ekki njóta þess, jafnvel þó að hún sé prinsessa?« Þetta sagði hún og hafði án efa á réttu að standa. Eg hefði liklega átt að vera þakklátur prinsessunni. Nú á dögum eru slíkar mann- eskjur setstar í sæti heilladísanna gömlu. [Framh.]

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.