Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1920, Qupperneq 60

Eimreiðin - 01.05.1920, Qupperneq 60
188 [EIMREIÐIN Ritsjá. ÚR ÖLLUM ÁTTUM, átta sögur eftir Guðmund Friðjónsson^ Rvík, Sig. Kristjánsson, 1919. Rað mun nú óhætt orðið, að telja Guðmund Friðjónsson best vigan mann á smásögur, þeirra er á Islandi rita. Sðguefnalindin sýnist vera nokkurn veginn ótæmandi, og þá brestur hann ekki orðin og setningarnar, alt rammislenskt, eins og það væri rist upp úr íslenskri jörð. Petta nýja sögusafn stendur nákvæmlega við hlið hins næsta á undan, kostirnir sömu, og mistökin sömu. Eu aðal-mistökin sýnast stafa af of litilli hirðu á fastri söguheild, að sagan hafi einn breonidepil, eins og hvert listaverk þarf að hafa, og þang- að stefni allir geislar og safnist þar allir. Með því einu mótinu verður þar verulega heitt. Eg tek til dæmis »Bóndadagskvöld«. Höfundurinn býr svo vendilega um hvern hnút i upphafi sög- unnar, að engum getur dottið í hug annað efni, en einhver fá- dæma hrakningarima um för Pránds bónda út í hriðina á heið- inni. En mikil ósköp, Þrándur finnur ferðalanginn og fer med hann heim, og alt þetta er ekki til nokkurs skapaðs hlutar nema að koma gestinum inn í söguna. Svo er það kynjasýnin á heiðinni. Næst heldur maður að það eigi að verða efnið, og að öll þessi draugalega sögubyrjun stefni að því. En, nei, óneit Alt þetta snýst loks upp í rökræðu milli gests og bónda um bannmálið, guðfræði o. s. frv. af þvi að gesturinn er umferða- bóksali, og hefir bækur um þessi efni »i pokahorninu«. Og á alt þetta »spandérar« Guðmundur sinum málmslegnu orðum og setningum, er væru betra efnis verðar. En með þessu er ekki allri bókinni lýst. Petta er nú gallinn. En lítum t. d. á sögurnar »Sigurveig í Austurhlíð«, »Sundrung. og sættir« og einkum »Náttmál«. Eg hefði gaman af að sjá þann, sem tæki það efni og færi fallegar með það en hér er gert. Pað eru þessi snildarverk, sem gera það að verkum, að manni hálfparl gremst, að Guðmundur skuli vera að skemma aðrar sögur sínar alveg að óþörfu. Næmt auga og örugg hönd lýsa sér hér svo að segja í hverri línu. »Melaliljan« gleymist vart þeim, sem lesið hafa söguna »Náttmál«. Efnið er vandasamt, en þó sést hvergi annað, en höf. fari með það eins og fis. Sjálfs- morð er venjulega talsvert ruddalegt söguefni, en hér svo að- segja hverfur það, eða leysist upp í tárhreinan skáldskap og skilur engan biturleik eftir eða óbeit. Pað er ekki annað um þetta smásögusafn að segja en það,. að maður vonast sem fyrst eftir meiru frá Guðmundi af slíku tæi.. M. J.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.