Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1920, Side 23

Eimreiðin - 01.07.1920, Side 23
EIMREIÐIN] 215 Bjartar nætur. ®í kveld er alt svo hreint og hátt — Eg hníg í faðm þinn, græna jörð, — og sveitin fyllist sunnanátt og sólfar hlýtt um Breiðafjörð. Eg þráði vorið ljóst og leynt og langa biðin þungt mér sveið. Ó vor! mér fanst þú vikaseint og víða töf á þinni leið. Þú komst með hlátri — hafðir áð, á höfði barstu grænan klút. Ó hvílík dýrð! og nautn! og náð! og nasir mínar þöndust út. Eg að mér gróður-ilminn dró og angan svalg frá blaði og legg og sýruþef úr mýrar-mó og moldar-eim úr flagi og vegg. í vetur nóttin mæddi mig, er mjöllin jók sitt hvíta lin. En kæra vor! eg þráði þig og það var eina líknin mín. Er kveldin urðu leið og löng, eg lifði mest á draum um þig. Eg fyltist aftur sumri og söng, er sólin blessuð kysti mig. Eg vik með glöðu vori í för og vetrarkuflinn af mér ríf. Eg leik mér dátt af angan ör — eg elska þetta jarðarlíf! þótt ýmsum falli ógnar þungt og ákaft hringi Líkaböng.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.