Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1920, Síða 24

Eimreiðin - 01.07.1920, Síða 24
216 BJARTAR NÆTUR [EIMREIÐIÍi En þar sem lífið angar ungt, er efni nóg í glaðan söng. Eg gleðst sem bóndi yfir ull, því ársæld höfg í bú mitt draup. Af söngvaefni’ er sál min full, við sjóðsins menn eg ætti’ ei kaup. Þá seður engin sólargnótt og saga af þeim mun blaðafá. Þeir síga og hverfa í svarta nótt og söngvar minir lifa þá. Eg þakka, guð! hvað æfin er, að altaf býðst mér skjól og hlíf. Eg vaki’ í nótt og vagga mér í vonadýrð um starf og lif. Og handa mér eg heiminn vinn, eg hlakka til að vaka einn. Eg ber í hendi bikar minn, svo bresti ekki fagnað neinn. Og flösku geymdri fram eg næ. Nú flýgur tappinn hátt i loft. Þú gamla vín! með blávatns blæ, þú bikar skáldsins fyllir oft. En litnum breytt eg gjarna get, þá gleðjast líka augu mín. 1 glasið »drúu-safa« eg set og sýp í teig hið gullna vín. Þú svalar enn og gerir gagn. Það gægist roði’ í fölva kinn, um hjartað læsist hitamagn, eg hugsa gott um lækni minn. Og ungra vona blóm eg bind og baggann mér á herðar tek. Og blessa vinsins líknarlind og læknarausn — hvert apótek.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.