Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1920, Page 31

Eimreiðin - 01.07.1920, Page 31
EIMREIÐIN] KRÍLOF 223 hættan á hælum hans, en þó er hann enn ver farinn Ijóslaus. 4. Margt hefir verið skrafað og skeggrætt um spillingu em- bættismannastéttarinnar á Rússlandi, mútuþágur, fjárdrátt og harðýðgi við undirmenn. Að þessu víkur Krílof í dæmi- sögunni um hina dansandi fiska. Einhverju sinni var ljónið að brjóta heilann um það, hverjum það ætti að trúa fyrir stjórnartaumunum í ríki fiskanna, er lutu yfirráðum þess. Á endanum hlaut refur- inn kosningu; brá hann strax við, fór til embættis síns og undi hag sínum hið besta. Einn af kunningjum hans úr þorpinum hafði slæðst með honum; meðan Refur sinti stjórnarstörfunum veiddi vinur hans óspart veslings fisk- ana, sem auluðust á öngla hans, og matbjó þá síðan handa sér og ríkisstjóra. Loksins fór það að kvisast og berast ijóninu til eyrna að landstjóri þessi féfletti og þjakaði á ýmsan hátt þegna sina. Þótti Ijóninu þá nauðsyu til bera að hefja eftirlitsferð til að komast að raun hvað hæft væri í þessum sakar- áburði. Vildi nú svo til að hann kom á árbakkann í ríki Refs rétt í þann mund, er verið var að matbúa kvöld- verðinn. Eldur brann á arni; yfir honum lá steikarpanna mikil, og á fjöldi fiska sem á fjörspretti væru; var verið að steikja þá lifandi. Ljónið rendi augum til pönnunnar, ofbauð kvalir aum- ingja fiskanna, og spurði matreiðslumanninn með reiði- svip: »Hver ert þú, og hvað hefst þú hér að?« Refur varð fyrir svörum og mælti: »Þetta er landritarinn í ríki mínu og er lof hans á hvers manns vörum fyrir ráðvendni hans og skyldurækni; fiskarnir þarna á pönnunni eru þegnar mínir, sem hér eru staddir ásamt oss til að fagna komu yðar hátignar, og eru þeir, eins og þér sjáið, að hoppa af fögnuði. »Gott og vel«, sagði keisari; »en hvað er um réttarástandið hér í ríkinu; er það svo, að þegn- arnir megi vel við una?« »Mikli keisari«, svaraði landstjóri; hér er hreinn og

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.