Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1920, Síða 32

Eimreiðin - 01.07.1920, Síða 32
224 KRÍLOF [EIMREIÐIN beinn sælustaður, jarðnesk Paradís, og mun svo verða meðan líf yðar hátignar endist«. (Meðan á þessu samtali stóð voru fiskarnir síboppandi á pönnunni). »En segðu mér nú«, mælti keisari; whvernig stendur á því að fisk- arnir þarna boppa svona og hendast hver á og yfir ann- an«. »Æ, þetta eru bara fagnaðarlæti hjá þeim yfir komu yðar«, ansaði Refur. Svona bersýnileg ósannindi ofbauð ljóninu, og læsti umsvifalaust klónum í landsstjóra og ritara hans, til þess, eins og það komst að orði, að þegn- arnir hefðu þó einhver hljóð til að stiga dansinn eítir. — í dæmisögunni um tigna valdsmanninn vegur Krílof á báðar hendur. Valdsmaður nokkur tiginn safnaðist til feðra sinna. Pegar yfirum kom var hann leiddur fyrir dómara lifenda og dauðra, er spurði hann, hvað hann hefði verið á jörð- unni, »Landstjóri«, svaraði tigni maðurinn; en af því eg var lingerður og heilsutæpur gaf eg mig ekkert að stjórn- arstörfum, en fól alt slíkt fulltrúa mínum«. »Hafðirðu þá ekkert fyrir stafni?« »Og sei, sei jú; eg át og drakk og svaf og skrifaði nafn mitt undir hvert skjal, sem fyrir mig var lagt«. »Leiðið hann beina leið í Paradís«, sagði dómarinn. Merkúrius, er vísa skyldi hinum tigna gesti veg til sælu- staðarins, hlustaði agndofa á þessa skipun, og spyr hvern- ig standi á þessum kynlega úrskurði. »Það skal eg segja þér«, ansaði dómarinn, »eins og þú veist var þessi ná- ungi, í lifanda lífi, mesti auli; hefði hann nú verið að vasast í stjórnarstörfum mundi ríki hans og þegnar hafa beðið af því ómetanlegt og óbætanlegt tjón. En sem betur fór var hann afskiftalaus um alt slíkt, og því á hann skilið að komast í Paradís«. »Mér varð í gær reikað inn í dómshöllina«, segir Krí- lof; »þar sá eg fleiri en einn sem lítill vafi var á að átti skilið vísa vist í Paradís«. 6. I sögunni um embættisfilinn drepur Krílof á ójöfnuð

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.