Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1920, Síða 39

Eimreiðin - 01.07.1920, Síða 39
EIMREIÐIN] KRÍLOF 231 pott stigamannsins er strax látinn viðarköstur mikill, svo að logann leggur þegar upp um öll rjáfur. Undir hinum pottinum var vægar kynt í fyrstu, en hert á er frá leið. Nú var fyrir löngu út brunnið undir stigamannspottinum, en eldurinn að magnast undir hinum. Fór rithöfundurinn þá að kvarta yfir ranglæti því, er hann væri beittur; taldi hann sína sekt miklu minni en stigamannsins, er framið hefði óteljandi glæpi. »Níðingur!« tók þá ein af refsinornunum til máls; »dirfist þú að álasa forsjóninni eða jafna þér við ræningj- ann þarna? Hann var aðeins hættumaður meðan hann lifði; en um þig er öðru máli að gegna. Bein þín eru fyrir löngu orðin að dufti, en illgresið, sem þú sáðir, er enn við líði, og það er enn magnaðra og skaðlegra en það var í upphafi. Horfðu!« sagði nornin, og gaf honum jafnframt augu til að sjá það, sem nú gerðist á jörðinni; »horfðu á glæpina og eymdina, sem þú ert orsök í. Virtu fyrir þér börnin, sem hafa sært foreldra sína og gert ætt sinni skömm. Hver spilti hjörtum þeirra? Það varst þú. Hver sleit þau helgu bönd, er binda mann við mann og þjóðfélagið saman, hver gerði hjónabandið hlægilegt svo sem aðra heimsku, hver reif niður lög og'landstjórn svo sem þaðan stafaði alt mannlegt böl? Það varst þú, sem það gerðir. Það varst þú, sem nefndir vantrúna upplýs- ingu; það varst þú, sem mest hyltir glæpi og lesti. Og nú gefur þér á að líta uppskeruna. Land og þjóð, sem þú hefir spilt með ritum þínum, er í uppnámi; morð og manndráp eru dagleg tíðindi; hvert tár og hver blóðdropi á rót sína að rekja til þín og rita þinna. Ætlarðu enn að dirfast að bregða guðunum um ranglæti í þinn garð? Og hver fær séð, hve mikið ilt bækur þínar og rit eiga enn óunnið. Og því verður þú enn að sætta þig við hegning- una; hún verður látin samsvara glæp þínum«. Um leið og nornin sagði þetta, lét hún aftur hlemminn yfir pott- inn og hvarf burtu með reiðisvip.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.