Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1920, Page 45

Eimreiðin - 01.07.1920, Page 45
EIMREIÐIN] UTAN ÚR HF.IMI 237 næfurþunnir, og sneru eigi ávalt jafnmiklu af fleti sínum að oss jarðarbúum. Síðan hafa menn komist að raun um margt, er hring- unum við kemur, t. d. það, að þeir eru ekki ein samföst breiða, heldur hver hringurinn utan yflr öðrum. (Á mynd- unum sýna dökku beltin millibil hringanna). Þvermál hringanna er 278,000 kílómetrar, svo að hér er ekki um neitt smávegis bákn að ræða. Ef Satúrnus svifi milli jarðarinnar og tunglsins, mundu ystu brúnir hringanna ná töluvert nálægt báðum »löndum«. Aftur á móti er þy'kt hringanna ekki nema einir 80 kílómetrar í hæsta lagi. En úr hverju eru þá þessir hringar Satúrnusar? Eru 4. mynd. fieir »fastir«, fljótandi eða loftkendir? Um þetta hefir verið mikið deilt. Laplace sýndi fram á, að þeir gætu með engu móti verið úr föstu efni, því þá mundu þeir þegar mol- ast af hraðanum. Og nú hafa menn, bæði með reikningi og með hjálp litsjárinnar, komist að þeirri niðurstöðu, að hringarnir muni vera myndaðir af aragrúa smáhnatta, er þræði braut sína um plánetuna í þessum fádæma þyrp- ingum. þetta eru alt tungl, sem eru svo smá hvort um sig, að bestu sjónaukar jarðarbúa fá ekki enn greint þau hvert um sig. Smábreytinga þykjast menn verða varir, er vandlega athuga hringana, og eru sumir að spá ógurleg- um byltingum, er verða muni innan skamms í þessu hringakerfi Satúrnusar, ef til vill að hringarnir bresti

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.