Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1920, Side 51

Eimreiðin - 01.07.1920, Side 51
EIMREIÐIN] TÖFRATRÚ OG GALDRAOFSÓKNIR 243 játaði hún hitt og þetta, sem fyllir 7 prentaðar blaðsiður. 8 manns ákærði hún, 2 karlmenn og 6 konur. Þessi átta, sem Eva sakaði, voru nú tekin höndum. Annar maðurinn kom fyrir réttinn. Hann vissi auðvit- að ekkert, og var þegar í stað lagður á pínubekkinn, sem »lygari og forhertur«. Ein konan var sjötug. Þegar hún sá Evu sagði hún: »Eva, Eva, hugsaðu um sálarheill þína! Sá vondi talar fyrir munn þinn. Móðir þín misti þig á jörðina, og hún hefir oft sagt, að þú mundir deyja illum dauða. Eva, hugsaðu þig vel um!« En Eva hélt auðvitað fast við framburð sinn, því að annars biðu kvalirnar hennar. Gamla konan var nú pínd, »býsna harkalega« stendur i dómabókinni. En hún meðgekk ekki. Þá kom önnur kona fyrir réttinn. Hún var sextug. Hún bar það, að Eva hefði kært sig vegna »öfundar, haturs og reiði«. Margur hefir orðið gramur um minni sök. En hún var pínd þar til hún hljóðaði: »Já, já, eg er galdrakona!« Og svo meðgekk hún allskonar svívirði- lega glæpi. Önnur sextug kona kom fyrir réttinn, og fór um hana á sömu leið. Hún neitaði fyrst öllu, en pyndingarnar kendu henni »að segja satt«. Hún og maðurinn, sem áður er nefndur tóku aftur játninguna, og voru aftur sett á pinubekkinn. Svona var haldið áfram rösklega, þar til bálið endaði hörmungar þeirra allra. Dómararnir höfðu í höndum sérstakar spurningar, skrif- aðar, svo að sakborningur þyrfti ekki annað en segja já eða eitthvað sem styst. Vitanlega voru margar svo »illa að sér« í þessum fræðum, að þó að þær hefðu viljað meðganga til þess að losna við kvalirnar, þá vissu þær naumast hvað þær áttu að segja. Þá hjálpuðu spurning- arnar upp á sakirnar. Þetta skýrir líka þá staðreynd, hve undralíkt það jafnan var, sem galdrakonur meðgengu. Vandlega var þess gætt, að galdrakonurnar dæju ekki meðan á pyndingunum stóð. Ef dómari eða böðlarnir

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.