Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Side 62
62
Halldór Hermannsson
Evrópu í*au gerðu, ásamt ritum annara manna, svo sem
Arngríms og Stephanius, fornbókmentirnar íslenzku kunn-
ar víða um lönd, svo að menn vildu nú gjarna kynnast
þeim frekar. Og það voru ekki einungis rit Worms, sem
áttu þátt i því, heldur líka brjefaskifti hans; hann skrifað-
ist á við menn í öllum löndum. Skal hjer geta einnar
sögu, sem stendur í sambandi við þetta. Eins og kunn-
ugt er, urðu Frakkar til að miðla málum milli Dana og
Svía, svo að friður varð saminn í Brömsebro 1645. Maza-
rin kardináli, sem þá rjeði mestu á Frakklandi um þær
mundir, sendi Gaspard Coignet de la Thuillerie sem
sendiherra í þeim erindum til Norðurlanda. Með honum
var Isaac de la Peyrére, sem síðar varð nafnkunnur rit-
höfundur. La Peyrére komst í kynni við Ole Worm
meðan hann dvaldi í Kaupmannahöfn og fekk hjá honum
upplýsingar um ísland, og varð það til þess, að hann reit
heim til Frakklands brjef um Island (Relation de Vlslande),
sem var prentað og siðar hlaut allmikla útbreiðslu, þó margt
væri rangt í því. Ekki má þó gefa Worm sök á því, sem
þar er órjett sagt frá. — Einn af vinum La Peyrére’s var
Gabriel Naudé, bókavörður við bókasafn Mazarin kardin-
ála, en það var ágætis safn, því að kardínálinn var hinn
mesti bókavinur, og vildi hann nú víst auka það að bók-
um og bókmentum Norðurlanda. Worm sendi Naudé hand-
rit af íslenzkri lögbók, rím, afrit og þýðingar af Eddu og
ef til vill fleira. Loks vildi Mazarin fá íslending til París
til þess að gefa sig þar að fornum fræðum Norðurlanda,
og átti hann að hafa álitleg kjör þar. Pá var Stefán Ólafs-
son handgenginn Worm og vann fyrir hann að þýðingum
og fleiru þess konar. Mælti Worm með því, að Stefán
tæki þessu boði; fekk Stefán leyfi foreldra sinna, en það
er álitið, að hann hafi hætt við Frakklandsförina af því,
að Brynjólfur biskup rjeði honum frá henni, og varð því
ekkert af því, að nokkur íslendingur færi til París. Ann-