Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Síða 62

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Síða 62
62 Halldór Hermannsson Evrópu í*au gerðu, ásamt ritum annara manna, svo sem Arngríms og Stephanius, fornbókmentirnar íslenzku kunn- ar víða um lönd, svo að menn vildu nú gjarna kynnast þeim frekar. Og það voru ekki einungis rit Worms, sem áttu þátt i því, heldur líka brjefaskifti hans; hann skrifað- ist á við menn í öllum löndum. Skal hjer geta einnar sögu, sem stendur í sambandi við þetta. Eins og kunn- ugt er, urðu Frakkar til að miðla málum milli Dana og Svía, svo að friður varð saminn í Brömsebro 1645. Maza- rin kardináli, sem þá rjeði mestu á Frakklandi um þær mundir, sendi Gaspard Coignet de la Thuillerie sem sendiherra í þeim erindum til Norðurlanda. Með honum var Isaac de la Peyrére, sem síðar varð nafnkunnur rit- höfundur. La Peyrére komst í kynni við Ole Worm meðan hann dvaldi í Kaupmannahöfn og fekk hjá honum upplýsingar um ísland, og varð það til þess, að hann reit heim til Frakklands brjef um Island (Relation de Vlslande), sem var prentað og siðar hlaut allmikla útbreiðslu, þó margt væri rangt í því. Ekki má þó gefa Worm sök á því, sem þar er órjett sagt frá. — Einn af vinum La Peyrére’s var Gabriel Naudé, bókavörður við bókasafn Mazarin kardin- ála, en það var ágætis safn, því að kardínálinn var hinn mesti bókavinur, og vildi hann nú víst auka það að bók- um og bókmentum Norðurlanda. Worm sendi Naudé hand- rit af íslenzkri lögbók, rím, afrit og þýðingar af Eddu og ef til vill fleira. Loks vildi Mazarin fá íslending til París til þess að gefa sig þar að fornum fræðum Norðurlanda, og átti hann að hafa álitleg kjör þar. Pá var Stefán Ólafs- son handgenginn Worm og vann fyrir hann að þýðingum og fleiru þess konar. Mælti Worm með því, að Stefán tæki þessu boði; fekk Stefán leyfi foreldra sinna, en það er álitið, að hann hafi hætt við Frakklandsförina af því, að Brynjólfur biskup rjeði honum frá henni, og varð því ekkert af því, að nokkur íslendingur færi til París. Ann-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn
https://timarit.is/publication/249

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.