Aldamót - 01.01.1893, Side 100
100
skjóli einhvers íc-ins. Nú gerist þess eigi lengr þörf,
að kvarta undan því. Vantrúin dirfist nú að sýna
sig, og allófeirain haslar hún sér völl. Þrátt fyrir
það verðr ekki sagt yfir höfuð um vantrúna hjá oss
annað en það, sem ætíð og alstaðar hefir mátt um
hana segja, en það er, að hún fælist ljósið; hún hylr
sig optast nær undir einhverjum lánsflíkunum og
skreytir sig lánsfjöðrum, sem hún vill ekki fyrir
nokkurn mun láta af sér reita. Hún þorir ekki að
berja á dyr í spjörum sjálfrar sinnar; hún óttast, að
mönnum geðjist þá svo illa að sér, að hún fái
hvergi húsaskjól. Og þegar hún talar hátt, þá er
það sjaldnast algerlega rómrinn hennar sjálfrar,
sem heyrist, enda mundu ekki eins margir hlusta
á hana og nú á sér stað, ef hún syngi með sínu
lagi. Hún er of hyggin á sína vísu — auðvitað
heita þau hyggindi á réttu máli ljósfælni, — tii þess
að hún komi fram í rjettu myndinni sinni. Þess
vegna býr hún sig einhverju því sannleiks og
guðrœknis gerfi, sem þá stundina er »upp á móð-
inn«, og smeygir sér á þann hátt inn hjá mörgum,
sem ella myndu þegar brjóta bág við henni.
Þótt svo standi nú á fyrir vantrúnni hjá oss,
sem bent hefir verið á, hvað hreinskilni hennar
snertir, þá þykist hún samt sem áðr bera á fægð-
um skildi hreinskilninnar merki. Og henni þykir
undr vænt um sjálfa sig sökum þessa merkis og
annarra merkja, sem henni finnst hún eiga og hafa
rétt til að bera á sér, eins og t. d. hin gullfögru
merki sannleiks-ástarinnar og frjálslyndisins. En
vitanlega er allt það skart ekkert nema fordild.
Það er annars nokkuð spaugilegt, hvernig hún
ber sig til stundum, vantrúin hjá oss. Hún minnir