Aldamót - 01.01.1896, Page 2
2
inn á annað borð dó í því eða því húsinu eða hreys-
inu, þá varð að sœkja nýjan eld úr einhverju öðru
húsi. Elzta dóttirin, Asa, var send á stað úr kot-
inu eftir eldi. Hún gekk fram hjá hóli einum, og
heyrði hún rödd, sem talaði inni 1 hólnum og spurði:
»Hvort viltu heldr hafa mig með þér eða móti?«
Hún svaraði og sagði, að sér stœði öldungis á sama,
hvort væri, og hélt svo áfram göngu sinni, þar til
er hún kom að helli nokkrum. Þar sá hún nógan
eld. Ketill stóð á hlóðum með kjöti í hálfsoðnu. I
trogi þar rétt hjá sá hún og brauðkökur óbakaðar.
En engin mannleg vera og engin lifandi skepna var
þar sýnileg. Hún fann til hungrs eftir gönguna og
vildi því fá sér saðning. 'Lífgar hún því eldinn,
hleypir upp suðu í katlinum, alsýðr það, er í hon-
um var, og tekr kökurnar og bakar eina þeirra
handa sjálfri sér, en brennir hinar; neytir svo kök-
unnar og af kjötinu eins og hún gat torgað. í mál-
tíðarlok kemr allt í einu hundr einn mikill fram og
lætr vinalega að henni, en hún stjakar við honum,
lemr hann og vill reka hann burt. Þá reiðist rakk-
inn og bítr af henni aðra höndina. Hún kenndi
náttúrlega sársauka, varð lafhrædd, þorði ekki að
taka eldinn, og skundaði í ofboði eins og fœtr tog-
uðu heim til sín í kotið. — Þá var Signý, hitt óska-
barn karls og kerlingar, send á stað eftir eldinum.
En það fór fyrir henni allt á sömu leið eins og syst-
ur hennar; enginn annar munr á eldsóknarsögu
hennar og Ásu en það, að hundrinn beit af henni
nefið. — Loksins var Helgu skipað að snauta á stað
og sœkja eldinn. Hún fór. En þegar röddin í hóln-
um spurði hana að sömu spurning eins og þær systr
hennar áðr, þá svaraði hún: »Eg vil fegin eiga þig