Aldamót - 01.01.1896, Side 4
4
leyndardómsfullu höfuðskepnu í náttúrunni, sem köll-
uð er eldr, og eru sér þess meira að segja fullkom-
lega meðvitandi, að það sé ómögulegt að lifa eins
og maðr eldlaus. Notkan eldsins sýnist vera eitt-
hvert allra fyrsta skilyrðið fyrir þvi, að mannlífið
komist upp yíir það að vera dýralíf. Enda er vafa-
samt og jafnvel allsendis ólíklegt, að menn hafi
nokkurn tíma verið í svo villtu ástandi, að þeir hafi
ekki kunnað að meta gagnsemi eldsins og notað sér
hann. Og að minnsta kosti hefir enginn mannflokkr
fundizt meðal villiþjóðanna í heiminum, sem nú eru
uppi eða sem nokkur spurn er af frá liðnum öldum
sögunnar, að hann hafi ekki að ineira eða minna
leyti kunnað að nota sér eldinn og haft hann í þjón-
ustu sinni. Þar á móti hafa menn vitanlega fyr á
tíðum á hinu lægsta stigi heimsmenningarinnar átt
dœmalaust örðugt með að varðveita eldinn hjá sér,
halda honum lifanda á heimilisarni sínum, fela hann
í hlóðurn hýbýla sinna, svo að hann væri æfinlega
til taks, þegar til þyrfti að taka til matsuðu, bökun-
ar, upphitunar og annarra óhjákvæmilegra lifsnauð-
synja á því eða því heimilinu. Og á það mannlífs-
ástand bendir æfintýrið. Menn höfðu engin tœki
hjá sér til eldkveykingar, eða þó þau væri í raun-
inni allt af til liggjandi hvervetna hjá mönnum í
náttúrunni, þá voru þau þar á huldu og fóru eins
og fram hjá mönnum. Ef eldrinn dó út, þá varð
að fá nýjan eid einhversstaðar að, sœkja hann til
einhvers nágranna. Og hvað sem það kostaði, þá
varð endilega að sœkja eldinn; því að lifa eldlaus
þýddi sama sem dauða eða líf, sem var verra en
dauði. En svo verðr sagan að hálf-yfirnáttúrlegu
æfintýri, þegar farið er að sœkja eldinn. Og virðist