Aldamót - 01.01.1896, Side 5
5
mér það atvik benda til þess, að sagan hafi miklu
dýpri þýðing en þá, er liggr á yfirborðinu. Þjóðar-
andinn, sem söguna hefir myndað eða að minnsta
kosti klætt hana í þennan búning, hefir augsýnilega
verið sér þess meðvitandi, að eldrinn væri nokkuð
ákaflega mikið og stórkostlegt og leyndardómsfullt,
dœmalaust mikilsverð og dýrmæt gjöf fyrir líf manna
frá honum, sem er herra náttúrunnar, ómissandi
hlutr, en jafnframt algjörlega óskiljanlegr hlutr. Það
er vandfarið með alla dýrmæta hluti, og því vand-
farnara með þá sem þeir eru dýrmætari. Veiting
þeirra flytr nýja ábyrgð iun i líf þeirra manna, er
þá eignast, ábyrgð, sem nákvæmlega svarar til ágæt-
is þess, er í hlutunum liggr. Til góðs, stórmikils
góðs, eiga þeir að verða mönnum og geta þeir auð-
vitað orðið, verða það æfinlega, ef vel eða rétt er
með þá farið. En þeir geta líka orðið mönnum til
ills, svo og svo mikillar ógæfu, verða það alveg að
sjálfsögðu, ef illa eða óvarlega er með þá farið. Á
þetta ráðanda allsherjar-lögmál í lffinu minnir eldr-
inn fremrflestum öðrum hlutum í náttúrunni. Hann
er svo nytsamr hlutr, að það er ekki unnt að lifa
jafnvel því lægsta mannlífi án hans. En hann er
jafnframt sá háskalegasti og hræðilegasti hlutr í
hinni náttúrlegu tilveru, sem hér um bil getr bugs-
azt. Hann er ímynd algjörrar eyðileggingar. Það
þarf að fara varlega, vitrlega og samvizkusamlega
með annan eins hlut, aðra eins undra-höfuðskepnu,
aðra eins dýrmæta, gleðilega, hræðilega gjöf bæði
til lífs og dauða. Þegar eldrinn deyr og engin ráð
til þe.ss að kveykja nýjan eld á þeim sömu stöðv-
um, og þar af leiðanda þarf að senda eftir eldi ein-
hversstaðar frá í tilverunni fyrir utan, þá er mjög