Aldamót - 01.01.1896, Síða 6
6
eðlilegt, að ýmsir erviðleikar komi fyrir, erviðleikar,
sem benda á, hvað mikið er varið í þennan hlut,
eldinn, og jafnframt hið leyndardómsfulla, óskiljan-
lega eðli hans, skiljanlegt, að þessi eldsóknarsaga
hefir orðið að hálf-yfirnáttúrlegu æfintýri. Það hœfir
ekki fyrir þá, sem kunna að meta ágæti eldsins og
ábyrgðarhluta þann, sem eign hans er samfara, að
láta hvern, sem vera skal, geta sótt þessa leyndar-
dómsfullu höfuðskepnu lífsins og dauðans, eins og
að eins væri um eitthvert smáræði að tala. Það
hœfir ekki, að neinn sé látinn sœkja han’n fyrir-
hafnarlaust. Eldrinn stendr fyrir meðvitund þjóðar-
andans, sem skapað hefir söguna, eins og guðlegr
hiutr, og frá því sjónarmiði var ekki nema sjálfsagt,
að sagan yrði að æfintýri, undrasögu, hálf-yfirnáttúr-
legri sögu. Enginn náttúrlegr nágranni til, sern
unnt er að fá eldinn hjá. Eða þó að slíkir nágrann-
ar að líkindum væri til, náttúrlegir menn, sem áttu
eld lifanda á arni sínum, þá eru þeir undir þessum
kringumstæðum eins og þeir væri ekki til. Það
sést ekki neitt til þeirra, þegar á að fara að sœkja
eldinn. Utan hinna eiginlegu mannabyggða verðr
að leita eftir eldinum, á vegi, sem er jafn-leyndar-
dómsfullr eins og eðli eldsins er ieyndardómsfullt.
Og ekki er til neins að senda neinn með öðru eins
uppeldi og öðrum eins hugsunarhætti eins og þær
Ása og Signý til þess að sœkja eldinn. Slíkir menn
ætla sér æfinlega að stela eldinum, og það verðr
undantekningarlaust til böivunar. Annaðhvort ná
þeir engum eldi og fá þegar í stað einhvern þann
áverka og sársauka, sem aldrei framar fæst lækn-
ing á, eins og þessar systr, sem hundrinn beit af
hönd og nef í því þær voru að reyna til að ná eld-