Aldamót - 01.01.1896, Síða 8
8
sem menn í öllum áttum heimstilverunnar eru aö
keppast við að handsama og flytja inn í lífið. Hann
táknar fyrir mér sérhvað eina, sem hefir i sér virki-
lega sælu fólgna fyrir oss mennina. En þegar eg
horfi á eldinn sem slíkt tákn, þá hlýt eg æfinlega
nauðugr viljugr að minnast þess, að allt þetta ein-
staka, sem getr gjört mennina að sælli mönnum,
hefir líka vansælu-uppsprettu og kvöl í sér geymda,
nákvæmlega eins mikla eins og sælan er mikil, sem
fengizt getr út úr þessum sömu hlutum. Eg sé það
svo greinilega sem verða má, þegar eg horfi á eld-
inn eða hugsa um eldinn, hve varlega verðr að fara
með allt hið bezta, sem lífið hefir að veita. Eg sé,
hvernig á því stendr, að þjóðirnar hafa einatt, þeg-
ar menntan og íþróttir stóðu hjá þeim í hvað mest-
um blóma, verið sem óðast að sökkva niðr í van-
sælu og eymd. Og eg skil jafn-vel, hvernig því víkr
við, að einstakir menn, sem í raun og veru hafa
komizt yfir svo og svo mikið af gœðum lifsins, ver-
ið leiddir að virkilegum sælu-uppsprettum, fundið
óskastein hamingjunnar og halda á honum í hend-
inni, eru vansælir menn, enn þá miklu vansælli
heldr en þeir hefði verið, et þeir hefði ekki neitt
haft af þessum góðendum lífsins að segja. Eg get
lesið alla framfarasögu heimsins út úr eldinum. Eg
get lesið alla söguna um sæluna og sársaukann i
lífi mannkynsins út úr eldinum. Eg get lesið hið
eilífa lögmál lifsins og dauðans út úr eldinum. Gjörv-
öll framfarabarátta þjóðanna og mannkynsins yfir
höfuð að tala er fólgin í því, að það er verið að
sœkja eld og bera hann inn á heimilisarin hinna ein-
stöku þjóða eða mannkynsins í einni heild. Það
gengr mjög misjafnt í þeirri eldsóknarsögu. Sumir