Aldamót - 01.01.1896, Page 10
10
inn, segir frá því, hve hörrnulega menn hafa oft
brennt sig á eldinum, segir frá óteljandi eldsvoðum,
sem fyr og síðar hafa gengið yfir byggðir manna,
sýnir, hve syndsamlega og raunalega menn hafa
einatt notað það, er kalla má eld í andlegum skiln-
ingi, framfara-aflið i heiminum, upplýsingarafl mann-
kynssögunnar, alveg eins og hinn náttúrlega eldinn,
til þess að gjöra út af við brœðr sína; sýnir ótelj-
andi andlegar morðbrennur, Blundketilsbrennur,
Njálsbrennur og Flugumýrarbrennur, víðsvegar um
heim, og lætr oss heyra angistaróp þeirra, sem á
þann hátt er verið að brenna inni. Út af tilveru
þess i mannlegu lífi, sem hinn náttúrlegi eldr táknar.
og út af því, að svo makalaust er vandfarið með
lífsgœðin öll, sem framfaraþrá mannsins keppir eftir,
eins vandfarið með þau eins og eldinn, hefir stór-
mikill hluti mannkynssögunnar á liðnum öldum orðið
að hryggilegri tragedíu, átakanlegri harmsögu. Og
út af þessu sama verðr líf mannanna þann dag
í dag að harmsögu, þegar þeir hafa ekki vit eða
Vilja á þvi, að fara vel með eldinn.
Gömul og göfug saga er til í goðafrœði Forn-
Grikkja, sem eg get ekki leitt hjá mér að minnast
á í sambandi við hið nú veranda umhugsunarefni
mitt. Það er sagan um Promeþevs. Það var í
rauninni guðleg vera, heyrði til hinu eldra goðakyni,
sem varð að lúta í lægra haldi fyrir hinum svo
kölluðu Olympus-guðum. Og með fram af því, að
þetta yngra guðakyn með Seifi eða Júpíter í broddi
fylkingar náði yfirráðunum, kastaði Promeþevs sér
út í baráttu gegn hinum ráðanda guðdómi. Og kom
hann í þeim ófriði fram sem menningarfrömuðr
meðal dauðlegra manna, eins og ötull og óþreytandi