Aldamót - 01.01.1896, Side 11
11
forvígismaðr í framfarabaráttunni hér niðri á jörðinni.
Af tilraunum bans eða afreksverkum í þessa átt
nœgir hér að geta þess eins, að hann á leynilegan
og sviksamlegan hátt nær eldi á Olympus-fjalli úr
liýbýlum þeirra Seifs, fiytr hann ofan á jörðina og
gefr mönnunum hann. Óvissa leikr á því, hvernig
á, því stóð, að mennirnir voru þá eidlausir. Annað-
hvort höfðu þeir aldrei eignazt eld áðr og höfðu
þangað til lifað í því eymdarástandi, sem eldleysi
hlaut að vera samfara; eilegar guð guðanna hafði
tekið frá þeim eldinn til hegningar fyrir það, hve
illa og syndsamlega þeir höfðu farið að ráði sínu.
En nokkuð er það, að þeir á þessu skeiði sögunnar
voru eldlausir, og Promeþevs færir þeirn eldinn. Og
að sjálfsögðu var það stórt stig, jafnvel allt að því
•óendanlega stórt stig, í framfara-átt heimsmenning-
arinnar. Það var ómögulegt að segja fyrir, hvað
langt þessi eldfengr gat leitt mannkynið til framfara,
hvað mikil blessunaruppspretta var með þessari
veiting orðin til hér í mannheimum. En það var
líka við því búið, að margir á meðal mannanna
kynni ekki að fara vel með þessa dýrmætu gjöf; og
þannig gat það þá farið svo, að jafnframt blessan-
inni leiddi gjöíin nálega óendanlega armœðu og
hörmung yfir mennina. Promeþevs verðr líka fyrir
einhverri þeirri hræðilegustu hegning, sem hugsazt
kunni, fyrir þetta tiltœki sitt, tiltœki, sem frá sjón-
armiði mannanna hlaut að teljast alveg dœmalaust
góðverk þeim til handa. Seifr sjálfr leggr á hann
óslitandi járnfjötra, keyrir flein í gegn um hann
miðjan, bindr hann fastan niðr á klettgnipu einni í
Kákasus-fjöllum, svo hann getr hvorki hrœrt legg
né lið. Og síðan kemr örn, sem heggr op á brjóst