Aldamót - 01.01.1896, Side 16
16
rnál, sem uppi eru í mannfélaginu á hinni yfirstand-
andi tíð. Eg veit það vel, að mörg blöð og tímarit
eru léleg og sum algjörlega siðspillandi. En í heild
sinni geta þau hiklaust skoðazt sem eitthvert mikils-
verðasta menningargagn nútíðarinnar. Það menn-
ingarverkefni má heita kornungt, sérstaklega til-
heyranda þessari öld, og þó fyrst verulega orðið
«ins og eign almennings á síðustu áratugum aldar-
innar. Og vér hljótum allir að viðrkenna, að með
hverju einstöku hinna óteljandi blaða og tímarita
sé í einhverjum skilningi verið að bera eld inn á
heimili almennings. Og eg ætla í þessu augnabliki
að eins að hugsa um þann eld að því leyti, sem það
er eldr til aukinnar þekkingar og menntunar, sann-
kallaðr framfaraeldr.
Það yrði alveg ótœmanda efni, ef ætti að tína
allt það til, sem heimrinn í menningarlegu tilliti nú
á þessari tið hefir fram yfir það, sem hann hafði
fyr á öldum. Eg ætla því í viðbót við það, sem
þegar er tekið fram, að eins að benda á eittatriði: hin
miklu lífsþægindi manna, sem stafa af hýbýlahætt-
inum í nútíðar-menntalöndum heimsins. A dögum
saxnesku konunganna á Englandi bjuggu tignustu
stórmenni þjóðarinnar í svo kölluðum höllum, sem
voru lang-líkastar íslenzkum skemmum, að því und-
anteknu, að veggirnir voru ekki úr torfi og grjóti,
heldr úr trébjálkum, sem hlaðið var hverjum ofan
á annan, eins og á húsum þeim, sem landnemar
reisa sér hér fyrst i nýbyggðunum í Ameríku meðan
allt er hjá þeim í barndómi. Til hátíðabrigða voru
veggirnir að innan klæddir tjöldum, eins og lengi
hefir tíðkazt á íslandi, þegar skemmurnar þar voru
notaðar til veizluhalda. En gólfið æfinlega moldar-