Aldamót - 01.01.1896, Page 17
17
gólf. Og í eitthvert hornið á slíku hallargólíi var
svo, þegar menn sátu uodir borðum, kastað hnútum
og öðrum beinum jafnóðum og af þeim var
búið að kroppa, í eina allsherjar-beinahrúgu. Og
iðulega var ekki betr búið um þessa miðaldarskála
en svo, að þegar vindr blés úti, voru veggtjöldin
öll á sífelldu iði, blöktu til og frá af dragsúgi þeim,
er lék á milli bjálkanna. Menn geta nærri, hve
bágborinn heíir verið hýbýlaháttur fátæklinganna og
kotunganna á þeirri tíð. Bœndrnir hérna í byggð-
inni búa í miklu betri og notalegri húsum og njóta
þar langt um meiri þæginda en konungarnir, sem
sátu með hirð sinni í mörgum af þessum svo kölluðu
höllum á miðöldunum. Almenningr nú í mennta-
löndum heimsins á — með einu orði að segja —
margfalt betra en almenningr fyrri tíða. Framfar-
irnar eru alveg stórkostlegar.
En nú kemr eitt mjög merkilegt atriði til skoð-
unar, sem oft er gleymt, en ætti aldrei neinum að
gleymast. Jafnframt því, að eldr til framfara, auk-
inna lífsþæginda og upplýsingar, hefir borinn verið
inn í mannkynssöguna, hefir líka verið borinn þangað
inn eldr til stórvægilegs sársauka. Mönnum líðr
yfir höfuð að tala hvervetna, þar sem verulegar
menningarframfarir hafa náð sér niðri, miklu betr
en áðr meðan menn í flestu voru börn náttúrunnar,
og lifið getr sagzt að liafa verið f nokkurskonar
villudómi. En undir eins og mönnum tók að þoka
áleiðis í menningaráttina, jókst tilfinning þeirra fyrir
annmörkum og óþægindum lífsins að sama skapi.
Og á því er ekki minnsti vafi, að menn Tiafa
aldrei i mannJcynssögunni fundið eins mikið til
eins og einmitt nú. Sæluefni fyrir líf manna
Aldamót VI.
2