Aldamót - 01.01.1896, Page 20
20
En hann stendr eins fyrir því í óaðskiljanlegu sam-
bandi við guðlegt allsherjar-lögmál, sem ræðr í til-
veru gjörvalls lífsins á jörðinni.
Því fullkomnara og œðra sem lífið er, því meiri
tilfinning hjá einstaklingnum, sem það líf á. Þvi
ófullkomnara eða lægra sem lífið er, því minni og
daufari tilfinningin. Menn eru ekki vanir að tala
um tilfinning i plöntulífinu eða jurtaríkinu. En engu
ad síðr er til hjá einstaklingum þess ríkis og þess
lífs einn sérstakr eiginlegleiki, sem alveg svarar til
tilfinningarinnar hjá dýrunum. Og sá eiginlegleiki
kemr íram í því, að villijurtirnar eru yfir höfuð að
tala svo miklu harðfengari en þær jurtir, sem rœkt-
aðar eru á íþróttarlegan hátt af höndum manna.
Þessar síðar nefndu plöntur þola svo miklu minna
af harðneskju náttúrunnar, en hinar fyr nefndu. Það
er eins og rœktanin flytji nokkurskonar viðkvæmni
eða sársauka inn í jurtaríkið. Þegar til dýraríkisins
er litið, þá kemr þetta lífslögmál auðvitað enn þá
miklu skýrar fram. Því vitanlega finna dýrin öll
til. En fullkomnustu tegundir dýranna finna mest
til. Og ófullkomnustu tegundir dýranna finna
minnst til. En ekki að eins það, heldr líka nokkuð
annað. Það má, eins og allir vita, með sérstakri
meðferð og aðhjúkran frá hálfu mannanna hefja ýms
af dýrunum til meiri fullkomnunar en þau hata í
villtu ástandi. En sú fullkomnan flytr æfinlega nýjan
sársauka inn í lif þeirra. Þau finna margfalt meira
til fyrir bragðið. Og þegar kemr upp fyrir dýra-
ríkið, til rikis þess í sköpunarverkinu, er maðrinn
skipar, þá ræðr þar augsýnilega sama lögmálið, bæði
að því, er snertir hið líkamlega og hið andlega líf.
Af því að maðrinn stendr œðst af því, er lifir hér