Aldamót - 01.01.1896, Qupperneq 30
30
veg vissir um, að það hefir verið fullt eins sárt fyr-
ir fjölda fólks, er mest tók út í þeim ófriði, það,
sem út yfir það varð að ganga, eins og skelfingarn-
ar allar, sem frá er sagt í gamla testamentinu,
bæði á dögum Jósúa og endranær, fyrir það fólk,
sem fyrir þeim varð. 0g eg hefi það jafnvel fyrir
satt, að menn hafi enn þá meira, tekið út, enn þá
sárara fundið til, út af þessum refsidómi drottins,
sem kom fyrir í sögunni fyrir rúmum þrjátíu árum,
en fólkið í Kanaanslandi fyrir meira en þrjú þús-
und árum fann til út af þeim drottinlegu refsidóm-
um, er það varð þá að þola.
Sársaukinn verðr að metast eftir því, hvað mik-
ill eða hvað lítill eldr til menningar og framfara
bæði í likamlegu og andlegu tilliti hefir á þeim og
þeim tímanum verið fluttr inn í mannkynssöguna
eða á þær einstöku sögustöðvar, sem um er að rœða.
Annars verðr ekkert mannlegt vit, og því síðr nokk-
urt guðlegt vit, i dómi þeim, sem felldr er. Dómr-
inn ekki annað en heimskulegr og ranglátr sleggju-
dómr. Þegar gamla testamentið er lesið, þá verða
menn ávallt að muna eftir þvi, á hvaða menningar-
stigi fólk það stendr, sem þar er af guði sjálfum
beinlínis verið við að eiga og við að tala. Hinn
heilagi guð, sem er kærleikrinn, er hinn sami þar
og þá eins og hann er æfinlega, hinn sami í gær
og í dag og að eilifu. En einmitt fyrir þá sök, að
hann er hinn fullkomni, al-réttláti kærleikrinn, hlýtr
hann eðlilega í afskiptum sínum af fólkinu, er upp-
alið skyldi til þess að taka á móti hinni fullkomnu
frelsisopinberan með Jesú Kristi, að taka nákvæmt
tillit til menntaástands og tilfinningarlífs þessa sama
fólks og annarra þjóða, sem því stóðu næstar. Og