Aldamót - 01.01.1896, Side 31
31
sérstaklega hlaut hinu guðlega refsingarlögmáli á
þeim tima og hjá því fólki að vera beitt þannig, að
algjörlega samsvaraði þeirri harðneskju, er þá var
allsherjar-einkenni á mannlegu eðli og hlaut að vera
eins og þá stóð á í sögunni.
Ekki er vert að gleyma því, að guð í reynd-
inni heimtar að sumu leyti miklu minna af mönnum
í siðferðislegu tilliti á gamla testamentisins tíð en
liggr og lá frá upphafi í hinu heilaga lögmáli hans,
Hann notar menn með ákaflega miklum siðferðisleg-
um ófullkomleikum og göllum í sinni þjónustu, svo
miklum göllum, að virðast mætti, að þeir fyrir þá
sök hefði hlotið að vera algjörlega óhœfilegir til að
reka erindi drottins eða halda uppi merki hins hei-
laga í heiminum. Enda bendir líka vantrúin einatt
á þá galla hjá stórmennum gamla testamentisins
sem sönnun fyrir því, að guðstrúin 1 Israel hafi ekki
verið annað en heiðindómr, og þá um leið fyrir því,
að ritningar gamla testamentisins geti ekki haft neitt
guðlegt gildi. En Jesús Kristr sjálfr gjörir mjög
skiljanlega og eðlilega grein fyrir öllum slíkum ófull-
komleik í gamla testamentinu í sambandi við eitt
siðalærdómsatriði, sem farísear báru undir hann í
því skyni að koma honum í vandræði. Þeir spurðu
hann, hvort maðr mætti skilja við konu sina fyrir
hverja sök, sem vera skyldi. Hann neitaði því þvert
og sagði, að það sem guð hefði sameinað, mætti maðr-
inn ekki skilja. Þá spurðu þeir: »Hví bauð þá
Móses að gefa skilnaðarskrá og skilja svo við konu
sina?« — »Vegna harðúðar hjarta yðvars*, svarar
Jesús, og minnir um leið á, að þannig hafi það ekki
verið i öndverðu. 0g gefr þeim jafn-ótvírœðlega að
skilja, að slíkt leyfi eigi ekki framar að gilda. Þeg-