Aldamót - 01.01.1896, Side 33
33
gjörvöll kynslóð aldarinnar. Kristindómrinn var
þeim áreiðanlega heilagt sannleiksmálefni. En mildi
þá, sem liggr í trúnni á Krist, gátu þeir eðlilega
ekki skilið, enda vissu, að þeir áttu við það fólk að
eiga, sem gekk með harðneskju hins heiðna villidóms
í eðli sínu og nálega ekkert gat fundið til. Frá
þessu sjónarmiði verða þeir menn að dœmast og
allir aðrir, sem eins stendr á í menningarsögu og
kristnisögu þjóðanna. Slíkir menn- í sögu kristninn-
ar koma fram eins og þeir hefðu heyrt til gamla
testamentis tíðinni; og í flestum tilfellum hljóta þeir
að koma þannig fram fyrir þá sök, að nálega eng-
inn eldr til framfara og menntunar er um þær slóð-
ir og á þeim tíma kveyktr meðal almennings, og
mannlegt eðli þá líka með eins lítilli tilflnning, eins
litlum tilfinningarhœfilegleik, eins og það forðum
hafði mörgum hundruðum ára fyrir Krists fœðing.
Það líðr hér um bil hálf fimmta öld frá því hin
guðinnblásna tíð 1 sögu Israels er á enda eða hinum
helgu ritverkum gamla testamentisins er lokið og
þangað til mannkynsfrelsarinn Jesús Kristr kemr
fram á sjónarsvið heimsins. Og það er á þessu sama
tímabili aðallega, að hin fræga menntan Forn-Grikkja
er að þroskast og verða að þvi mikla andlega stór-
veldi, sem hún varð í þátíðarheiminum, svo miklu
stórveldi, að hún bókstaflega lagði gjörvalit róm-
verska heimsríkið undir sig. Aldrei áðr hafði ann-
ar eins menningareldr verið fluttr inn í mannkyns-
söguna. Nálega allar tegundir bókmennta komu þá
fram og hófu sig svo hátt, að jafnvel hin hálærða
og háupplýsta öld, sem vér lifum á, getr orðið al-
veg forviða, þegar skyggnzt er inn í þann bók-
Aldamót VI.
3