Aldamót - 01.01.1896, Side 35
35
þá1. Og þegar heimrinn, menntaheimrinn grísk-
rómverski, er kominn á þetta stig i tilfinningarlegu
tilliti, þá er fyrir guð timi til að láta kristindóminn
með sínum andlega eldi til sársauka og sælu koma
inn í söguna. Heimrinn var áreiðanlega þá fyrst
móttœkilegr fyrir hina fullkomnu opinberan guðs,
frelsisboðskapinn um Jesúm Krist, þegar hann í and-
legu og likamlegu tilliti var farinn að finna eins
mikið til eins og hann í sannleika gjörði á þessum
tíma. Nokkrum öldum áðr en þetta merkilega
menntalíf náði sér niðri i heiminum, og nokkrum
öldum siðar, eftir að menntalíf þetta er hnigið í rúst-
ir, hefði sá boðskapr verið almenningi með öllu
óskiljanlegr, hefði ekki getað náð sér niðri hjá þjóð-
unum, og það fyrir þá einu sök, »að þær, bæði fyr
og síðar, fundu svo lítið til. Guð bíðr með sending
sonar sins í heiminn þangað til þessi merkilega
grisk-rómverska menntan hefir fullkomlega náð sér
þar niðri og manneðlið fyrir hana er búið að fá svo
mikla tiifinning inn í sig, að það veit af frelsisþörf
1) Mennirnir, sem trúðu á hina svo kölluðu stóisku
heimspeki, eru þó fullkomnar undantekningar frá þessu. Með
hinni sérstöku dyggðarkenning sinni og forlagatrú tókst þeim
einum af öllum menntamönnum fornaldarinnar, að því er
virðast má, nærri því á yfirnáttúrlegan hátt, að g.jöra tilfinn-
inguna hér um bil algjörlega útlæga úr eðli sínu. Hámennt-
aðir eins og allmargir þeirra voru og að sumu leyti göfug-
astir allra heiðinna heimspekinga fundu þeir nálega ekki til,
hvorki andlega né líkamlega. En framkoma hinnar stóisku
heimspeki og hins óskiljanlega og í rauninni alveg ónáttúr-
lega tilfinningarleysis, sem hún leiddi til hjá játendum sínum,
bendir þó á hinn bóginn skýrt á það, að manneðlið hið
menntaða þoldi á þeim tíma ekki við fyrir sársauka. Það
er fiótti mannlegs eðlis undan sársauka lífsins.
3*