Aldamót - 01.01.1896, Page 36
36
sinni og hefir þar með fengið hœfilegleik til að skilja
og meðtaka allsherjar-sársauka- og sælu-erindi kristin-
dómsins. Og guð bíðr með að láta rómverska heims-
ríkið líða undir lok, hníga fyrir hinum hálfvilltu,
harðvítugu og tilfinningarlausu nágrannaþjóðum,
þangað til kristindómrinn er búinn að leggja þenn-
an sama rómverska menntaheim andiega undir sig
og þar með áþreifanlega sýna, að hann er af' guði
sjálfum ákvarðaðr til að vera alheimstrúarbrögð.
Þegar Grikkirhnigu fyrir Rómverjum, þá var gríska
menntanin orðin svo sterk, að sigrvegararnir, Róm-
verjar, urðu andlega að beygja sig fyrir henni. Og
þegar Rómaveldi féll fyrir hinum hálfvilltu nábúa-
þjóðum, þá var þó eitt andlegt afl til í hinu hnig-
anda heimsríki, sem þessar þjóðir nauðugar viljugar
hlutu að beygja sig fyrir, — kristindómrinn.
Kristindómrinn er hin fullkomna opinberan guðs,
ákvarðaðr til þess að vera alheimstrúarbrögð, og
þess vegna líka hafandi í sér hœfilegleik til þess að
fullnœgja þjóðum og einstaklingum á hverju mennt-
unarstigi, sem vera skal. Aðalmarkmið kristindóms-
ins er að gjöra manninn sælan, sælan í guði, út af
frelsi því frá synd og dauða, sem er í Jesú Kristi.
Og sú sæla er þess eðlis, að hana getr maðrinn
eignazt og notið hennar í lægsta og ófullkomnasta
menntunarástandi og alveg eins í hæsta og full-
komnasta menntunarástandi. Með tilliti til annars
lífs eða eillfðarinnar þurfa lika allir vitanlega jafn-
mikið á kristindóminum að halda. En þegar um
þetta lit er að rœða, þá má með fullum rétti segja,
að þörfin á sælu þeirri, sem liggr í kristindóminum,
sé ekki eins mikil, eða að minnsta kosti ekki eins
brýn og auðsæ og áþreifanleg hjá öllum. Þjóðunum,